Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: bekkjar eða ekki

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Hahaha, svona á að gera þetta! Ekki að sitja hljóður hjá í fýlu yfir því að fá ekki nóg hrós og þakkir fyrir verkið…

Re: Spekúrlering

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ég held það sé alltaf möguleiki… A.m.k. meiri ef þú t.d. hefur ekki verið að standa þig nógu vel undanfarið en passar upp á einkunnir og mætingu í Borgó - þá er kannski líklegra að þeir taki þig inn í seinna skiptið. :) Getur allavega prófað því ég meina, ekkert annað að gera í stöðunni ef þú reyndir hvort eð er að setja það í 1. sæti fyrst og komst ekki inn.

Re: Greinakeppni

í Bækur fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Úff, ég minnist þess ekki að hafa lesið virkilega lélega bók nýlega. Eina sem kemur upp í huga minn er kjörbók sem ég las í dönskuáfanga, hún var svo leiðinleg að ég er hreint út sagt að reyna að gleyma henni… enda hef ég aldrei upplifað annað eins við lestur.

Re: Virkni þessa áhugamáls...

í Bækur fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þetta áhugamál er efst í mínum flettilista og ég fer inn á það ásamt öðru daglega. Ég hafði þó enn ekki tekið eftir þessum nýjustu tilkynningum til þessa en hvað um það… Þegar ekkert er að gerast er lítið fyrir þá sem rétt kíkja hérna inn að kommenta á og þó ég væri vel til í að skrifa einhverjar greinar einhvern tíma þá hef ég sjaldan tíma fyrir það. Ég vona svo sannarlega að þetta áhugamál fari að verða virkara. :)

Re: kækir í canner

í Half-Life fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Svolítið eins og að horfa á stelpur höndla playstation-fjarstýringu?

Re: Frönsk málfræði! HJÁLP! :S

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ég er búin að vera styttra en þú í frönsku en ég verð bara að segja að mér finnst þetta asnalega útskýrt fyrir ykkur ef þetta er aðeins útskýrt með “ég hef gert e-ð” og “ég var að gera e-ð”. Við fengum ítarlegan lista, þar kemur t.d. fram að imparfait á alltaf við um veðrið, lýsingar á tilfinningum og líkamsástandi (t.d. ef þú varst veik eða þér var illt í höfðinu) og einkum notað um atburð þar sem ekki er vitað um upphaf eða endi. Eins og þú veist líklega sjálf þá er imparfait einnig ALLTAF...

Re: Soffía Sveins

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Jú, það er víst…

Re: ERASMUS

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Nei afsakaðu, þetta átti bara svo vel við titilinn að ég gat ekki haldið aftur af mér. Gangi þér vel með þetta annars, þó ég hafi engar upplýsingar fyrir þig sjálf.

Re: Soffía Sveins

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Haha nei í alvöru talað, ekkert sérstakt. Sé þig bara oft á /skoli og þú virkar kurteis miðað við MR-strákana sem eru þar oft að kafna úr hroka, sér í lagi busar sem eru oft ekki byrjaðir í skólanum einu sinni. Ég er ekki að segja að stelpur séu einu kurteisu manneskjurnar á plánetunni en bara, þú skilur… + notkun þín á <3. [Var áður Aersa btw, ef þú kannast við það nick]

Re: Soffía Sveins

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Hmm… góð spurning. Afsakið.

Re: Soffía Sveins

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Og ég sem hélt alltaf að þú værir stelpa. Eða hvað?…

Re: MR EÐA MH ?

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ég ráðlegg þér að fara frekar eftir námi en “týpum”. Vittu til, það er eitthvað fyrir alla í flestum skólum og ég held að flestir geti nú fundið sér vini innan hvaða skóla sem er, einkum ef þeir eru opnir og félagslyndir, og þá alveg burtséð frá því hvaða “týpur” þeir eru. Auk þess er þetta ekki spurning um nörda-MR týpuna og MS-ing eða eitthvað álíka heldur MR og MH… þeir eru ekki svo mismunandi, satt best að segja. Svona týpu-lega séð, þó ég hugsi það nú sjaldnast þannig. Farðu algjörlega...

Re: ERASMUS

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
FRÁ ROTTERDAM.

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þó ég sé alin upp í linmæli skil ég þig fullkomnlega. Ég læt allt of mikið fara í taugarnar á mér ef fólk ber hluti vitlaust fram eða þjáist af þágufallsveikinni t.d. svo ég skil vel að þú pirrir þig á þessu. :)

Re: Leiðist. Ekkert lítið.

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
1. Sama álit og á metalhausum yfir höfuð. 2. Fínt þegar manni leiðist sjálfum. 3. Ekkert. 4. Bara vel, enda séð mér fyrir tónhlöðum í nokkur ár og líkar mér vel. 5. Séð svona 1 James Bond mynd, get ekki dæmt. 6. Heimatilbúið, stærstu gerð. 7. Aldrei nennt að kynna mér hvað það er. 8. Ég veit það ekki. 9. Ómögulegt að segja til um, sennilega væri ég líklega ekki eins andsnúin því og nú þar sem ég væri vön því og þekkti ekki annað. 10. Dæmi fólk ekki eftir því nema það fari í taugarnar á mér...

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Talandi um krúttboltanöfn…

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Oft pælt í þessu með skoðunum fólks á EIGIN nafni… ertu virkilega ekki búin að venjast því eftir öll þessi ár?

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ósammála. Með fullri virðingu fyrir þér og þínu nafni finnst mér Bríet Hjörvarsdóttir hljóma best af þessu, svolítið eins og kvenskörungurinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ekki slæmt það…

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Kristinn Gumi jafnvel enn betra.

Re: Millinöfn

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki sammála þér, nafnið mitt er t.d. heldur algeng og ég er ánægð að hafa millinafn sem greinir mig a.m.k. aðeins frá nöfnum mínum. Auk þess líkar mér við millinafn mitt, enda ekki eitt af þessum sem voru gerð til að vera millinöfn endilega… Ég er hjartanlega sammála þér með þessu væmnu nefnilega, Ósk, Rós… öll blómanöfn yfir höfuð fara í taugarnar á mér, það eru BLÓMIN sem heita þetta, alveg eins og hundar heita Snati en ekki menn. Mér finnst hvort tveggja alveg geta verið flott,...

Re: Ný bók eftir Stephenie Meyer væntanleg

í Ævintýrabókmenntir fyrir 14 árum, 2 mánuðum
WHEN WILL IT END????

Re: PÓKÉMON!!!

í Tilveran fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Spilaði alla pokémon-leikina hérna í olden days. Hafði voða gaman að Red og Gold. Rare pokémonar eru oft over-rated. Sem stelpa dýrkaði ég alltaf Eevee afbrigðin, Vulpix, eldhestinn og eldhundinn. CHARIZARD!

Re: Menntaskóla val

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Nei, ekki mikið um munnleg próf. Í rauninni er of lítið um þau, í þriðja tungumáli er alltaf munnlegt próf á vorönn og stundum á haustönn. Munnleg próf í ensku eru í formi fyrirlestra upp á töflu í stað þess að tala einn fyrir framan kennarann. Auk þess hef ég hef tekið hvort tveggja danskt munnlegt próf fyrir framan kennara í lokaðri stofu og uppi á töflu fyrir framan bekkinn. Ekki útiloka skóla eftir munnlegum prófum eða verkefnum sem fela í sér að koma fram. Þetta eru oft hópaverkefni sem...

Re: Menntaskóla val

í Skóli fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Haha, það var eitthvað skrítið við þetta. Takk.

Re: Hvert stefnir íslenskan?

í Tungumál fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Ég er hjartanlega sammála þér. Fólk ætti að reyna eftir fremsta megni að tala rétt mál, ég leiðrétti mig alltaf ef mér verður á að segja “mig hlakkar til” eða eitthvað álíka og ég reyni að temja mér að tala rétt ef ég segi eitthvað vitlaust og aðrir leiðrétta mig. Sjálf leiðrétti ég oftast þessar þágufallsvillur hjá fólki, við misgóðar undirtektir reyndar en sumir gætu tekið það til sín og reynt að laga málfarsvillur sínar. Sammála með kennarana, ég skil ekkert í þeim að leiðrétta ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok