Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Jonzi
Jonzi Notandi frá fornöld 1.184 stig

Re: SuperPippo kaldur úti?!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það hefur nú fengist staðfest að Inzaghi skemmdi á sér liðböndin og þarf að gangast undir aðgerð. Það þarf í framhaldinu ekki að reikna með honum fyrr en í mars á næsta ári. Þar sem José Mari er líka meiddur fram yfir áramót má reikna með að Milan versli sér eins og eitt stykki striker í janúar - nema Moreno blómstri í fjarveru Pippo.

Re: AC Milan - hörkuleikir framundan

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta var víti, ekki af því að Eriberto braut á Shevchenko - það hefði verið dubious - heldur af því að Fabio Moro handlék boltann. Þetta er staðfest.

Re: Skjár Einn í vandræðum sem aldrei fyrr!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Leitt að heyra, ef rétt reynist. Þeir hafa staðið sig með sóma á flestum vígstöðvum og verið fín viðbót í annars fátæklega flóru sjónvarpsstöðva á Íslandi. En þessi landssöfnun þeirra var vitaskuld eitt lélegasta PR-stunt sem ég hef orðið vitni að! Að sníkja út krónur hjá almenningi þegar efnahagurinn er í dræmara lagi hjá landanum, og koma svo í Kastljós og segja skælbrosandi frá því að peningurinn sem safnaðist skipti ekki nokkru máli, þessar milljónir dugi rétt fyrir auglýsingunum í...

Re: Verður Lippi rekinn?

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Luciano Moggi hefur reyndar sagt að Lippi sé kominn til að vera…en hver veit hversu mikið er að marka það. Agnelli familían líður ekkert klúður til lengri tíma, það er ljóst. Svo Lippi verður að fara spýta í lófana og laga móralinn. Og koma Nedved í form! Ég hélt að þessi frábæri leikmaður yrði kóngurinn hjá Juve en það sem af er leiktíð er hann bara búinn að vera jóker. Mikil synd, og menn hvíslast nú á um að til standi að býtta honum til baka til Lazio í skiptum fyrir Gaizka Mendieta. Spennó…

Re: Mateja Kezman á leið til Ac Milan!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef litla trú á því að Sheva verði seldur - hann er orðinn of mikill guð í Mílanó. Hitt er annað mál að Sheva og Kezman yrðu geeeeeeeðveikir saman. Moreno er líklega á leiðinni til Fiorentina en þá er bara spurning hvað á að gera við Pippo Inzaghi?!? Hann mun ekki sætta sig við að vera 3.hjólið í sókninni, svo mikið er víst. Hvað Juve varðar þá er Lippi að reyna að fá Juninho (sem var hjá Middlesborough í den) til liðsins. Spurning hversu gáfulegt það er . . .

Re: Friends hillusamstæða til sölu

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fínt er - ég er í Hafnarfirðinum og verð í bandi við þig.

Re: Friends hillusamstæða til sölu

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Tengdó keypti hana í IKEA fyrir nokkrum árum og gaf okkur. Svo var ég að horfa á fyrstu seríuna um daginn og viti menn, ég sá þar sömu græjuna! Nákvæm mál eru 180cm x 180cm x 45cm. Vitaskuld er átt við eins hillusamstæðu - ekki bókstaflega þá sem notuð var í þættinum ;)

Re: Nedved fyrir Fiore

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fín grein - en hvað er með textann undir myndinni sem þú sendir, ljósastaur?! Er Inzaghi einn besti framherjinn hjá Juve?!?! Hann VAR einn besti framherjinn hjá Juventus, en er nú leikmaður AC Milan! Hann er meira að segja í Milan treyjunni á myndinni! Má draga þá ályktun að þú þekkir ekki treyjurnar hjá AC og Juve í sundur ?!? Ja hérna . . . . .

Re: Gullboltinn 2001

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er búið að gefa út hverjir eru endanlega tilnefndir til Ballon D'Or. Það eru David Beckham hjá WoMan Utd., Raúl Gonzales hjá Real Madrid og Luis Figo, einnig hjá Madrid. Það er gersamlega óskiljanlegt að hvorki Shevchenko né Michael Owen hafi náð í lokahópinn. Forsvarsmenn þessa vals eru hér með yfirlýstir pappakassar! Af þessum 3 sem koma til greina vona ég að Raúl taki boltann…

Re: di Vaio langar afur til Rómar

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Di Vaio er hörkustriker - bara leiðinlegt hvað Parma helst illa á stjörnum; um leið og menn komast í toppklassann þá hverfa þeir bara. Á ekki Tanzi-familían skítnóg af peningum ?! Hví þá að selja alltaf talentið í burtu? Þetta lið mun aldrei afreka neitt að ráði ef þessi stefna verður ríkjandi áfram . . . enginn smá mannskapur sem hefur klæðst Parma-treyjunni síðustu 3-4 ár. Ef þeir væru allir á sínum stað þá væri liðið eins og Real Madrid: stórstjörnur í öllum stöðum (og örugglega betur...

Re: Daniel Passarella tekur við parma

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sammála þér Hnobbi - Hemmi var snilld lífsins í lýsingunum, þó aldrei eins rosalega og þegar hann mætti peðfullur í beina CL útsendingu frá leik Juve og Ajax (minnir mig - ég hló svo mikið að ég man lítið eftir leiknum). “Ég sé það strax að þetta verður hundleiðinlegur leikur….steindautt jafntefli….slökkviði bara á kassanum og finnið ykkur eitthvað betra að gera….Marcello Lippi er hvort sem er alltaf í sama gamla forljóta rykfrakkanum…hver man ekki eftir ungverska snillingnum Ferenc...

Re: Scholes á förum?

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Mwahahahah, þessi klúbbur er að gliðna sundur á límingunum. Go Liverpool!

Re: Prodigy og Perry farrel að vinna saman!!

í Danstónlist fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ussss, mér líst miklu betur á Perry Farrell en #$%& lufsuna hann Liam Gallagher. Perry er snilli og plöturnar sem hann gerði með Jane's Addiction eru líka snilld (einkum Nothing's Shocking og Ritual De Lo Habitual). Perry átti líka að syngja á Fat of the Land, nánar tiltekið í laginu Narayan, en einhverra hluta vegna datt það uppfyrir og Crispian Mills söngvari Kula Shaker hljóp í skarðið. Flott lag, en hefði líklega náð enn meiri hæðum ef Perry hefðið sungið það. PS. Var sjálfur að...

Re: Gölluð vara (Ronaldo)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sammála síðasta ræðumanni - Forza Milan!

Re: Atlanta

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Af hverju heitir greinin Atlanta ?! Atlanta er borg í USA og flugfélag á Íslandi. Liðið í Serie A heitir Atalanta . . . og svo er greinin um Brescia ?! Nú skil ég hvorki upp né niður!

Re: Effenberg fer hvergi

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Síðast þegar ég vissi var Ottmar Hitzfeld þjálfari Bayern . . . .

Re: Parma

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Satt er það, sóknin er veikasti hlutinn - en Di Vaio er engu að síður þrusugóður striker. Ef hann hefði öflugri félaga frammi liti þetta betur út. Hvað þjálfarann Renzo Ulivieri varðar, þá er hann hættur fyrir nokkru síðan. Svo ekki var hann nógu fljótur að læra. (homework, ljósastaur!)

Re: Lazio

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Gaizka Mendieta hefur spilað eins og hann sé fullur mestanpart tímabils. Þessi leikmaður var í þvílíku uppáhaldi hjá mér hjá Valencia en hann hefur getað mest lítið hjá Lazio. Og miðjan þeirra er glötuð!

Re: Ac milano

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Snillinginn Guly ?!? Svo fremi sem þú ert að tala um Andres Guglielminpietro þá er ég þér alveg rooooosalega ósammála um þennan leikmann. Það var flott að losna við hann frá Milan. Bara ósýnilegur heilu leikina!

Re: Ac Milan!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Vissulega er liðið gott, einkum framlínan og miðjan, en ég hef töluverðar áhyggjur af vörninni. Maldini er auðvitað klettur, en um leið og hann er ekki með þá hriktir í kerfinu því Kaladze, Laursen, Roque Junior og Helveg eru allir dálítið köflóttir auk þess sem Costacurda er að eldast. Milan þurfa að bæta vörnina - það held ég að sé alveg ljóst. Sá eini í vörninni fyrir utan Maldini sem er 100% er hinn frábæri Cosmin Contra. Hann er hins vegar sóknarbakvörður og það vantar annan klett !

Re: Salas frá í 6 mánuði

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Eitthvað var ég að heyra um það að Juve ætlaði að kaupa annað hvort Maurizio Ganz eða þá Hakan Sükur sem ekki virðist inni í myndinni hjá Inter Milan. Það væri fínt mín vegna að Sükur færi til Juventus því hann er vonlaus leikmaður þegar hann reynir fyrir sér utan Tyrklands. Forza Milan!

Re: dýrt spaug

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það er náttúrulega þekkt að stuðningmenn Lazio eru upp til hópa fífl - einkum og sér í lagi sá öfgafulli armur sem kallar sig Ultras. Rasismi á aldrei heima í fótbolta, en Ultra-fíflin eru svo vitlaus að þau ráðast meira að segja gegn eigin leikmönnum! Þegar Fabio Liverani gekk til liðs við Lazio fyrir skömmu þá fékk hann að kenna á svívirðingum frá aðdáendum eigin liðs !!! Bjartasta vonin til að hleypa lífi í miðjuna og þetta eru móttökurnar ! Svona moðhausum er ekki við bjargandi.

Re: Erum við fólk fífl?

í Deiglan fyrir 23 árum
Já drooler, þetta er svona einfalt! Við borgum ekki þessa verslunamiðstöð nema við verslum þar. En þú ert nú líklega búinn að sjá það sjálfur núna. Hugsa fyrst - skrifa svo . . .

Re: Erum við fólk fífl?

í Deiglan fyrir 23 árum
Hvað með það þó að verslunamiðstöð sé hleypt af stokkunum?! Þeir sem ekki hafa áhuga, haldið ykkur bara annars staðar! Einkennilegt hvað sumt fólk hefur ekkert við tímann að gera nema bitchast endalaust út í bláinn . . .

Re: Mika hættir eftir allt saman...

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ekki það nei ?! Þú hefur sem sagt ekki horft á múluna í Indianapolis…? Flettu því upp hver vann - vitleysingur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok