Vissulega er liðið gott, einkum framlínan og miðjan, en ég hef töluverðar áhyggjur af vörninni. Maldini er auðvitað klettur, en um leið og hann er ekki með þá hriktir í kerfinu því Kaladze, Laursen, Roque Junior og Helveg eru allir dálítið köflóttir auk þess sem Costacurda er að eldast. Milan þurfa að bæta vörnina - það held ég að sé alveg ljóst. Sá eini í vörninni fyrir utan Maldini sem er 100% er hinn frábæri Cosmin Contra. Hann er hins vegar sóknarbakvörður og það vantar annan klett !