Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hernaðarhyggja

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bowling for Columbine er nokkuð lituð af skoðunum höfundar hennar og margt í henni ekki satt, takið eftir því að mörgum “staðreyndum” í myndinni er hent fram án rökstuðnings og oftast er bara ein hlið á málinu skoðuð. Skrítið finnst mér að enginn nema Michael Moore hafi fjallað um þessi grimmdarverk, ef 500 þúsund börn hefðu verið drepin einhverstaðar þá held ég að fleirri væru búnir að fjalla um það. Það voru ekki bandaríkin ein sem settu þvinganir á írak heldur sameinuðu þjóðirnar, og írak...

Re: Grænfriðungar eru rétt sagt hálfvitar...

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Týpískt….. veit ekki um hvað málið snýst en tekur þátt í umræðunni engu að síðu

Re: Kristni og þjóðkirkjan

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Flott hjá þér að vilja gera eitthvað í þínum málum. Ég tel mig ekki yfir aðra hafinn en ég sé það bara að það er alltaf talað og ekkert gert þegar kemur að málum sem ætti að vera frekar auðvelt að leysa úr ef maður nennti að kynna sér möguleikana. Hvað hrokann varðar þá held ég að miðað við allt rítalínið sem unga fólkið í dag er að úða í sig þá verður maður að hafa smá “shock value” í skrifum sínum til að einhver taki eftir því hvað maður er að koma á framfæri.

Re: Bönnum!

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Einmitt

Re: Kristni og þjóðkirkjan

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Við röflum þó ekki allan liðlangan daginn um hluti sem við getum breytt, við annað hvort gerum það eða ekki.

Re: Hvað á ég að gera?

í Rómantík fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Og af hverju beinir þú svarinu til mín?

Re: Grænfriðungar eru rétt sagt hálfvitar...

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já mikið rétt, það voru sea sheapard sem sökktu bátunum, þau voru nú samt í slagtogi með Greenpeace á sínum tíma, svona eins og IRA og Shinn fein. Með hvalveiðarnar, þá eru þeir að fá það í bakið núna þegar hvalir eru farnir að ráðast á hvern annan eins og gerðist í Kanada núna fyrir ekki svo mörgum vikum. Ég er enn á þeirri skoðun að ekki eigi að hleypa þeim inn fyrir landhelgina, þetta er akkúrat gott tækifæri til að hleypa nýju lífi í daginn hjá gæslunni, og í framhaldi af því á að setja...

Re: Kristni og þjóðkirkjan

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þar sem að fólk er látið læra og fara með trúarjátninguna fyrir og í fermingunni sinni án þess að nokkur neyði það upp á fólk held ég að enginn sé ginntur til neins. Nú spyr ég: Ef allir jafnaldrar þínir ákveða að hoppa fram af húsi verslunarinnar í skiptum fyrir gull og græna skóga, hvað gerir þú? Ef unglingar í dag eru svo gegnsýrð af græðgi að þau stafesta trú á eitthvað sem þau hafa hvorki vit né áhuga á fyrir gjafir þá eiga þeir fyllilega skilið að borga fyrir það, mín skoðun er sú að...

Re: Grænfriðungar eru rétt sagt hálfvitar...

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er alltaf sama hringavitleysan í þeim blessuðu grænfriðungum, ég skil en ekki af hverju landhelgisgæslan var ekki látin hrekja þá út úr landhelginni okkar þegar þeir mættu á dallinum sínum. Það hefði verið draumur í dós, fyrst viðvörun og 30 mínútur til að snúa við, svo viðvörunarskot fyrir framan dallinn og 10 mínútur til að snúa við, svo er dallinum bara sökkt og skipverjar handteknir fyrir hryðjuverk. Þeir sökktu okkar bátum hér um árið, því ekki að launa þeim greiðan.

Re: Hvað á ég að gera?

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Bjóddu honum í þríkant með þér og kærastanum, þá leysist þetta að sjálfu sé

Re: Forsetinn sagður vanhæfur

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nákvæmlega það sem ég var að hugsa Spa. Hvernig geta menn haldið því fram að Forsetinn vanhæfur ef hann skrifar ekki undir lögin og sendir þau til þjóðarinnar, en hann er hæfur ef hann samþykkir þau?

Re: Fjölmiðlafrumvarpið og nokkur lykilatriði

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
*Geysp* Já, mikil ósköp eru þessi stóru fyrirtæki að skemma fyrir okkur með að eiga allt, væri nú ekki bara betra að leyfa ríkinu að skipta sér að öllu, þá getum við setið heima og kennt þeim um allt sem misferst í lífi okkar, ó þessi frjálsi markaður er að drepa okkur!!! Þetta var kaldhæðni by the way. Hverjum er ekki sama um eignaraðild að fjölmiðlum, það hefur bara sýnt sig í þessari umræðu að Jón Ásgeir eru alveg tilbúinn að skerða eign sína og er ekki að nýta sér stöðu sína eins og hann...

Re: Fjölmiðlafrumvarpið og nokkur lykilatriði

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þetta fjölmiðlafrumvarp vera sönnun þess að menn virðast ekki meiga vera ríkir og klárir nema að þeir séu kjölturakkar ákveðinna flokka, svo finn ég fyrir lykt af því að drepa skuli fjölmiðlarisann til að hægt sé að selja RUV “góðum” ríkisstjórnarvinum seinna. RUV myndi einfaldlega drepast á almennum markaði þannig að ef norðurljós hyrfu væri RUV samkeppnishæfara, takið eftir því að tvö árin sem gefin eru stemma við kosningar næst.

Re: Mótmælum öll

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Einmitt, ég er orðinn þreyttur á þessum double standard sem fólk býr til svo hægt sé að drulla yfir hópa sem ekki eru þeim að skapi.

Re: Mótmælum öll

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Folter og aðrir góðir hugarar: Er besta leiðin til að koma ættleiðingum samkynhneigðra og öðrum þörfum málum í gegn að mismuna öðrum? Seinast þegar ég vissi bjó ég í landi þar sem mismunun var illa liðin, þetta hefur sem sagt breyst. Einhver minntist á strippara, það eru ekki allar erlendar konur hér stripparar. Ég er sammála því að passa verður upp á að við lendum ekki í sömu vandræðum og frændur okkar á norðurlöndum, en þetta er ekki leiðin, mannréttindabrot eru aldrei til góðs. Hvað með...

Re: Aumt land Bandaríkin

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Um að gera að reykja minna hass, taka hausinn úr görninni á þér og læra að lesa og skrifa. Svo er líka gott að geta heimilda þegar maður drullar yfir heila þjóð, annars gætu vondu vondu CIA kallarnir komið og nauðgað þér fyrir rógburð og meiðyrði.

Re: Mikilvægi fíkniefnaumræðunnar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Armon: Mamma þín hefur rétt fyrir sér, þú ert að kasta perlum fyrir svín, þú ert vel máli farinn og kemur efninu skiljanlega frá þér, en í guðanna bænum finndu þér eitthvað merkilegara að berjast fyrir. Ástæða þess að fólk sem er á mót lögleiðingu fíkniefna hefur ekki áhuga á umræðunni er sú að hún er fáránleg, til hvers eigum við að eyða okkar tíma og peningum í fólk sem “kýs” að dópa sig? Þú segir að víman sé lausnin á tímabundnum vandamálum fíkilsins og líkir meira að segja við deyfilyf...

Re: Hafa unglingar einhver réttindi???

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hvers vegna er það svona ofboðslega pirrandi að foreldrar haldi í taumana á ykkur til 16-18 ára, það er nú einfaldlega þannig að heimur versnandi fer og gildrur fyrir unga og óreynda verða fleirri með hverjum degi, ofbeldi hefur aukist, það hefur versnað og svo maður tali nú ekki um dópbransann. Foreldrar og ríkið er ekki að kúga ykkur, þau eru að vernda ykkur, eftir 18 ára aldur er ykkur frjálst að drekka og dópa ykkur í hel, lemja mann og annan eða verða nýtur þjóðfélagsþegn. Sannleikurinn...

Re: Björgvin G. Sigurðsson, Hillary og Íraksstríðið

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Órækja: Wesley Clark styður ekki stríðið og hann er fyrrv. hershöfðingi í framboði til forseta. Síðan hvenær eru Gore og Clinton hlynnt dauðarefsingum? Eru þau kannski orðin pro-life líka? Ég er samt sammála þessu með samfylkinguna, þau eru eins og þéttbýli í Eþjópíu, fer eftir vindátt.

Re: Hver er Han Solo og Upprunni hans

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Sleeze: lærðu að skrifa, fyrir þitt leiti vona ég að þú hafir ekki “verið að koma á þeim parti” það er viðbjóður. Ef þú vissir ekki hvernig þau sluppu út hefur þú ekkert að gera hingað.

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ibbets: Hvar færðu þessa tölu 400 milljarðar?

Re: Hátekjuskatturinn vondi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Krizzi: Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa svörin þín við greinum, sérstaklega hvað skólabóka sósíalisminn skín af þeim, þegar þú ert útskrifaður úr MH eða hvaðan sem þú ert að læra, munt þú fara út á vinnumarkaðinn og kynnast því hvernig heimurinn virkar í alvöru, ég man eftir því hvað var auðvelt að dæma þegar ég átti ekki konu, börn, íbúð og bíl. Sannleikurinn er sá að lágtekjufólk getur vælt í ríkinu um alls konar bætur og aðstoð, en við sem erum með hærri laun fáum ekki viðbótarlán ef...

Re: Die Hard

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þess má geta að Nakatomi byggingin í myndinni er í raunveruleikanum höfuðstöðvar Fox, og já þeir sprengdu heila hæð í húsinu.

Re: Frétt MBL.IS: Skutu litakúlum á hús í Keflavík

í Litbolti fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fífl, menn eru ekki að fatta þetta ennþá, ég segi það sama og Xavier, gott að löggan náði þeim áður en þeir meiddu einhvern, málið hefði versnað gífurlega þá.

Re: Af hverju Anarkismi?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það fáránlegasta við anarkisma er að þeir sem vilja hann mest í dag eru þeir sem yrðu fyrst drepnir eða útskúfaðir ef hann yrði að veruleika
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok