Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: þið vitið alveg að þetta er spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Öss, harður ;)

Re: þið vitið alveg að þetta er spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Heheh ;) Já, í kringum Harry Potter…en annars ekki svo mikið :þ

Re: HP7... SPOILER SPOILER

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, it beats me…Ég er voða takmarkað í þessu, tek ekki eftir neinu nema söguþræðinum ;) Eða svona næstum því…

Re: Einhver..bara einhver..hjálp!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hefurðu gert þér grein fyrir því að nafnið á þessum korki þínum er nákvæm tilvitnun úr Konungi Ljónanna? Annars kann ég ekkert á fanfiction.net en gangi þér samt vel :)

Re: HP7... SPOILER SPOILER

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Aah, hann var nú allavega að kyssa hana ;) Kannski bjó ég bara til þessa setningu að hann væri að kveðja hana útfrá því og að þetta gerðist 19 árum seinna! :þ Maður veit aldrei, dularfult mál hér á ferð…

Re: 7. bókin *spoiler*

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Skilmisingur, híhíhí ;) Æjji, þú fyrirgefur, mér fannst þetta bara svo óstjórnlega fyndið! :) Mysingur fær mig til að brosa! :þ

Re: HP7... SPOILER SPOILER

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ooh, djöfull, bókin mín er á Spáni þannig að ég get ekki flett því upp ;) Kannski var ég bara eitthvað að bulla en mig rámar samt eitthvað í þetta ;) En já, bókin var yndisleg! :D Mig langar að lesa hana aftur! Núna! Hvað var ég að hugsa að lána hana! Nú fæ ég hana ekki aftur fyrr en 15. ágúst! Mig langar svo að lesa hana aftur! *Vælir*

Re: SPOILER - Snape dúlla ^^

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Eitt yndislegasta mómentið í bókinni(Sérstaklega eftir að ég las um minningarnar hans Snape) var þegar Snape sagði við Harry rétt áður en hann dó - Look at me! Síðan leit hann í augun hans Harry, augun hennar Lily og dó! Aaah, ég get ekki komið þessu frá mér eins og ég vil! En ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta! Ég grét svo mikið þegar Snape dó, ég hristist af ekka!

Re: The End. Spoiler, spoiler, mega spoiler (You've been warned)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Rowling er snillingur :) Hún náði að loka þessu, þannig að mann langar í rauninni ekki í meira, en samt á frábæran hátt! :D Ég er svo yfir mig sátt við endinn og allt þetta að það er hálf óeðlilegt! En eins og þú sagðir, eftir á að hyggja hefði ég aldrei geta fyrirgefið henni það að drepa Harry, Ron eða Hermione! Og skilja hin eftir! Ég hefði í öllum fyrstu 6 bókunum séð mest eftir Ron, en núna í gegnum þá sjöundu hefði ég verið í sjokki í marga daga ef Hermione hefði dáið(Hef alltaf haldið...

Re: þið vitið alveg að þetta er spoiler

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Úff, ég bara grenjaði og grenjaði og grenjaði! Græt voðalega sjaldan en ég hélt ég ætlaði ekki að hætta þarna :/ Fyrst þegar ég hélt að Hagrid myndi deyja, þá fékk ég tár í augun og síðan þegar þau Harry og Hermione voru í Godric's Hollow(Ég man ekki hvort það er C eða G), þá táraðist ég líka og eins þegar Dobby dó. Síðan þegar Fred dó komu engin tár, ég var bara í losti og gat ekki grátið! Og síðan rétt áður en Snape dó(Þegar ég áttaði mig á því að hann myndi deyja) þá fór ég að hágráta og...

Re: Búinn!!!

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Skil alveg hvernig þér líður, mér líður nákvæmlega eins :)

Re: HP7... SPOILER SPOILER

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nei, það stóð á mjög skemmtilegum stað að Teddy hefði verið að kveðja kærustuna sína, ekkert um að hann væri að fara í Hogwarts

Re: Svona finnst mér að hárið á Ginny W. ætti að vera

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þetta er ALVEG hárið sem ég sé á Ginny :) Þetta hár og glott(Semsagt minni útgáfa af Fred og George) er alveg Ginny eins og ég ímynda mér hana ;)

Re: Ad komast í gegnum thetta án spoilera

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ok ég hef hér með ákveðið að yfirgefa netið þar til í næstu viku! Sterk ákvörðun, þó ég segi sjálf frá! ;) Tökum kannski frá tíma fyrir heimabankann og Frí sms! En annars útaf með netið! *Dansar yfir yndislega planinu sínu*

Re: HVAR? ætla allir að mæta?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég geri ekkert sem bróðir minn gæti hugsað sér að gera þannig að ég sé mér ekki fært að mæta í Nexus. Kannski að ég valhoppi samt þarna framhjá á flakki mínu um bæinn og kíkji á fólkið ;) Annars verð ég í Máli & Menningu með vinum mínum, með Emil í Kattholti hattinn minn og ör á enninu ;)

Re: Hver þorir?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Bahaa! Ég áttaði mig ekki á þessu. Ætlaði bara að halda mig fjarri netinu á meðan ég les bókina! Nú þarf ég að grípa til frekari öryggisráðstafana! Ok það verður iPod í botn um leið og ég fæ bókina og vera búin að hringja í farið mitt heim áður en ég fæ bókina svo að það sé komið þegar ég fæ hana í hendurnar og iPod og beint upp í rúm að lesa! Ég get verið einangruð um helgina og ég efast mikið um að einhver í vinnunni minni verði búin að lesa bókina á mánudaginn! Þannig að þá get ég bara...

Re: 23:01

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, ekki nógu gott…Og þar sem ég hef ekkert betra að gera… *Fer og dreyfir boðskapnum* :)

Re: Snape Góður/Illur - Eitthvað nýtt mögulega

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Sama hér…þess vegna vil ég ekki sannfæra mig um neitt ef hann reynist svo vera vondur! Ég yrði svo svakalega sár!

Re: Snape Góður/Illur - Eitthvað nýtt mögulega

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, þetta er reyndar það sem ég hef verið að vonast eftir en ég vil bara ekki vera of viss um að hann sé góður því ef hann reynist svo vera illur þá er ég ekki viss um að ég gæti höndlað það! Ég yrði svo reið! En eins og þú segir! VIKA! Þá vitum við allt! VIKA! *Hoppar upp og niður af æsingi* :D

Re: 23:01

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Vitlausa fólk! Við fáum bókina að sjálfsögðu á sama tíma og Bretar því að þeir eru einum tíma á undan okkur í augnablikinu! Silly Billies *Hristir hausinn*

Re: Snape Góður/Illur - Eitthvað nýtt mögulega

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þessu vil ég nú líka trúa en þessi setning var bara eitthvað svo laumuleg og alveg típískt fyrir Rowling að setja inn eitthvað svona sem maður rekur ekki augun í fyrr en maður veit hvað gerist! Annars óska ég þess helst af öllu að Snape sé góður, en ég er samt ekki alveg sannfærð(Þrátt fyrir mjög mörg góð rök fyrir því)

Re: J. K. Rowling grét

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Líklegast samblanda af báðu, ekki satt?

Re: J. K. Rowling grét

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tjaa, gæti verið en það tekur á að drepa persónur sem þú þekkir vel(Been there, done that ;)), hvað þá persónur sem hafa verið með þér í 16 ár!

Re: Panta bækurnar?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ætli það ekki :) Það eru náttúrulega að minnsta kosti 4 bókabúðir með miðnætursölu BARA niðri í Miðbæ þannig að það hlýtur að vera eitthvað eftir! Og ég hef ekki mikla trú á því að margir séu að panta, eða er ég eitthvað sér á báti. :O Eru kannski allir að panta!? *SJokker*

Re: Panta bækurnar?

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ahahahha ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok