Var svo að rekast á frétt inná Visir.is um það að líklegt er að strengurinn verði óvirkur í 2-3 vikur þar sem bilunin er um 1500 km vestur af landinu á um ca. 3000 m dýpi.
Fréttina má skoða hér.
Persónulega líst mér ekki vel á að sæstrengurinn verði óvirkur þetta lengi, sjálfur kemst ég ekki inn á neina erlenda síðu, né inn á MSN af þessum völdum, get þó skoðað Huga og flestar síður með endinguna .is, en finnst óþægilegt að geta ekki skoðað fréttir á erlendum síðum, nú eða sumar íslenskar síður (aðallega .net).
Hvað finnst öðrum Hugurum um þetta mál?
Kveðja,