Eftir að hafa fylgst með fjölmiðlum undanfarna daga og séð ýmsar yfirlýsingar að hálfu Smáís og fleiri aðilum sem hafa “einkarétt” á drefingu efnis hér á Íslandi verð ég að setja innlegg í þetta :

1. SmáÍs leggur óþarflega mikið á allar vörur sem þeir hafa í dreifingu hjá sér. Þetta vitum við sem kaupum sama efni í öðrum löndum. Hvernig ætla menn að útskýra 7000 króna verð á einum tölvuleik, ja ég bara spyr. Þarna er eflaust margur maðkur í mysunni.


2. Ég stundaði tölvuleikjabúðir mikið á árum áður og keypti meðal annars Aces High, Michael Jordan in Action, A10, Street Rod 1 og 2 og marga aðra leiki. Í dag get ég ekki keyrt upp einn einasta leik. Hundruðir þúsunda sem ég eyddi í þennan málaflokk á árum áður eru núna gjörsamlega verðlausir og ónothæfir. Eflaust eru margir aðrir á sömu skoðun. Hugsanlega þarf að krefja SmáÍ$ um skaðabætur.


3. Afritunarvarnir á geisladiskum ?? Er ekki í lagi með þessa menn. Hafa þeir virkilega lagalegan rétt til þess að verja geisladiska á meðan þeir eru að hala inn miklum fjármunum á aukalegri skattlagningu á CD,DVD sem hægt er að skrifa á. Ég hvet þá sem eiga CD diska með afritunarvörnum að krefjast skaðabóta enda ekki nokkur lagalegur grundvöllur fyrir því að læsa diskum, þar sem eigendur slíkra CD hafa greitt núþegar fyrir að fá að skrifa þá.


4. Og hvað síðan með allan kostnaðinn sem við erum að greiða aukalega fyrir upptökutækin, Hvert fara þeir peningar. Hvað kostar til að mynda iPod og afhverju. Hér er örugglega enn meiri maðkur í mysunni og tel ég SmáÍs hafa óeðlilega mikinn aðgang að yfirvöldum og fjölmiðlum.


Ég hvet smÁÍ$ til þess að endurskoða þessa málsókn á hendur Istorrent manna ella munum við öll kafa djúpt ofan í allar þær skattlaggningar og álagningar sem þeir eru að leggja á okkur neytendur.

Þessir aðilar þurfa að átta sig á því að við erum ekki lengur á tímum þar sem ekkert er hægt að gera annað en að kaupa efnið hér út í búð.

Það sem SmáÍ$ ætti að gera við alla þessa fjármuni, sem þeir eru að fá, er að styrkja listamennina til þess að bjóða efni sem EKKI er fáanlegt á netinu. T.d. flottara umslag nú eða að láta DVD disk með CD fylgja. Hversvegna var Páll Óskar til að mynda ekki með slíkt. Ég nenni ekki að kaupa eitthvað CD drasl lengur, heldur eingöngu DVD og eflaust margir sammála mér í þeim efnum. Sálin, Bjöggi, Eyjólfur ofl, EN EKKI PALLI ????