Hæ :) Ég er með Windows Vista Premium og tengdur í adsl tengingu SpeedTouch580 frá símanum.

Ég er með mjög steikt vandamál sem kom upp í fyrradag og það er þannig að þegar það ég er búinn að vera logged in á tölvuna í ákveðinn tíma þá dett ég útaf ýmsum forritum sem þarfnast nettengingar. Nú, það kemur message um eitthvað “Solve Computer Problems” á taskbarið hjá klukkunni og því en það finnur ekki neitt og getur ekki leitað á netinu því það segir að ég sé ekki tengdur netinu. Samt er “Currently connected to: Network 2 Access: Local Area Network” message á nettengingar iconinu þar rétt hjá. Þegar ég “Diagnose and Repair” þá segir það mér að það sé vandamál og segir mér að prófa “Reset Local Area Network Adapter” eða eitthvað þannig message og þegar ég ýti á það kemur smá bið og það segir mér stundum að það hafi ekki náð að pinga til “microsoft.com” IP (2…….) og stundum segir það að það hafi lagað hvaða vandamál sem var en SAMT virkar netið ekki (og enn segir í “Network and Sharing Center” að ég sé tengdur við LANið og tengdur við umheiminn!).

Ég held að þetta komi eitthvað registry-alteratingum sem ég hef óvart sagt BitDefenderinum mínum að væri Okey að framkvæma, en ég er ekki viss ég hef aldrei lent í þessu áður. Ég er með fartölvu líka og hún nær mjög góðu sambandi bæði gegnum snúru og wireless.

Vandamálið getur verið leyst tímabundið með því að logga mig út og logga mig inn aftur á windows accountið mitt og þannig resetta netinu, en eftir smá tíma kemur þetta vandamál aftur upp :(


Afsakið ef þessi texti er svolítið torskilinn og illa upp settur, en ég verð að koma öllu til skila áður en netið dettur út aftur, og ég býst við að þeim sem frá er að búast við hagnýtum svörum sé þetta allavega skiljanlegt.