Ég get ekki tengst netinu þegar ég nota LAN snúru, bara þegar ég nota þráðlaust net.
Þegar ég fer í Network Connections þá er ekkert Local Area Connection og í Task bar er ekkert þannig merki (tvær tölvur).
Það gæti verið að þetta sé einhver driver sem vantar þar sem ég formattaði tölvuna (Acer Aspire 5670 fartölva; vitið þið hvaða LAN driver þarf fyrir hana) því að stýrikerfið var í steik.
Það er ekki um marga drivera að velja á Acer síðunni, fann einhvern modem driver en hann virkaði ekki.
Vitið þið hvað ég get gert?