Það eru komin ca. 2 ár síðan ég tengdist fyrst Margmiðlun með ADSL og er ég búinn að spila Battlefield 1942 allan þann tíma bæði innanlands og utanlands, (nota netið í ekkert annað).
Síðan gerist það að ég fæ í fyrsta sinn auka reikning nú í síðasta mánuði fyrir aukaniðurhal vegna Jan., Feb. og mars. Þegar ég fer að skoða þetta nánar hjá margmiðlun þá sést að upp-og niðurhal hefur aukist um helming miðað við síðustu tvö ár og samt er ég ekki að gera neitt meira en síðustu tvö ár ??
Síðan hef ég heyrt af því meðal kunningja sem eru líka tengdir margmiðlun að erlent upp-niðurhal hjá þeim jókst líka mjög mikið frá því í desember síðastliðnum, og eru þeir flestir farnir að stilla þetta þannig að þeir fá póst daglega frá Margmiðlun um stöðu upp-niðurhals.
Ég spyr nú bara ! hafa fleiri tekið eftir þessu eða er þetta bara svona frá margmiðlun en ekki t.d. símnet ?

Kveðja
Duke