Ég er með forrit í tölvunni minni sem heitir Microsoft Chat. Þessu forriti svipar mjög til gamla góða IRQ-sins, nema að allar skipanir og framkvæmdir eru auðveldari, finnst mér. Nú, nema hvað allt í einu fór ég að fá einherjar villu meldingar. T.d “This program has performed an illegal operation and will be shut down” eða þá blár skjár og skilaboðin “DC-fatal error” með einhverjum tölurunum og veseni. Þá bara slökktist á tölvunni og aumingja ég sat bara hvumsa fyrir framan svartan skjáinn.
Þegar þetta hafði gerst nokkuð oft, fór ég að pæla í því hvort ég væri með vírus. En Norton Antivirus sagði að ég væri ekki með neinn vírus eftir að ég hafði skannað harða drifið. Hvað getur verið að? Er þetta forrit bara eitthvað “bilað”? Get ég gert eitthvað svo ég geti notað Microsoft Chat aftur? Getur verið að Norton Antivirus hafi yfirsést vírusinn og það sé bara allt að hrynja?
Allavega…ég vona að einhver sjái sér fært að svara mér.

*Veela*