Ég á heima út á landi, þegar ég var 14 ára þá hafði ég rosalega lítið annað að gera heldur en að hanga á netinu og irkinu og svoleiðis stöðum.
Ég sendi öllum myndir af mér og sagði öllum hvar ég ætti heima og gaf jafnvel símanúmerið mitt stundum! Ég mátti það ekki en ég sé svosem ekkert eftir því en þetta var mjög heimskulegt.

Mér var alveg sama því að ég þekkti svo rosalega takmarkaðann hóp af fólki, bara hérna allir í minni heimabyggð og svo nokkrir ættingjar.

En núna er ég í skóla í bænum og ég er svo skíthrædd jafnvel við að segja bara hvað ég heiti! Eða í hvaða skóla ég er í!!!!
Það er nefnilega ekkert rosalega gaman að senda einhverjum mynd af sér og svo er þetta kannski bara bekkjarbróðir manns!!!! :/

Ég lenti í því um daginn að vera að tala við strák á irkinu (þó að ég fari nú mjög sjaldan inn á það) og hann var í sama skóla og ég. Um leið og ég vissi það var ég orðin mjög varkár, vildi ekki missa út úr mér hver ég væri. Það er líka rosalega óþægilegt þegar einhver sem ég þekki ekki veit hver ég er. Það getur mjög auðveldlega gerst því að ég er nú ekki beint ein af þessum ósýnilegu í skólanum.
En allavega þá fór ég svona að spurja strákinn voðalega varlega meira út í hann og fljótlega komst ég að því að þetta var strákur sem að ég var búin að vera með í félagslífinu í allan vetur!!!
Ég þekki hann samt ekkert rosalega mikið en við vorum samt svona smá félagar…..

En þið trúið ekki hvað ég fékk mikið sjokk og hann örugglega líka, ég er bara mjög fegin að hafa ekki búin að vera að tala við hann lengi á netinu áður en ég komst að því hver hann var.

Ég vil allavega biðja ykkur að passa ykkur á því að segja ekki of mikið um ykur sjálf.
Það er ekki gott að komast á því á irk stefnumóti að skemmtilegi gaurinn/gellan sem þú ert búin að segja öllum þínum leyndustu draumum frá sé bróðir/systir eða félagi þinn!!!!!!!!