Ég mikið að spá í að fara á listnámsbraut eða læra myndlist eða hvað sem þetta kallast, og ég var að spá í hvort maður þarf að vera eitthvað sérstaklega góður að teikna ef maður ætlar í svona nám? Ég meina.. ég er alveg ágæt að teikna, bara sumt finnst mér hræðilega erfitt að teikna, en sumt er ég mjög góð í. En ég hef rosalega mikinn áhuga og er dugleg að teikna og vanda mig við allt sem ég geri.
Er eitthvað svona inntökupróf eða þarf maður að sýna hvað maður getur eða svoleiðis þegar maður byrjar til þess að gá hvort maður sé nógu góður?