Laugardaginn 13 febrúar (á morgun) verður haldið fótboltamót milli hljómsveita, fullt var í mótið þangað til í gær þegar Bróðir Svartúlfs þurftu að draga sig úr keppni vegna óviðráðanlegra orsaka. Því vantar eitt band til að fylla þeirra skarð og auglýsi ég hér með eftir því bandi.

Ég afsaka þennan litla fyrirvara en vonandi er hægt að horfa framhjá því og taka þátt í þessari gleði.

Leikið verður á sparkvöllunum við Flataskóla Vífilsstaðavegi - 210 Garðabæ og fyrir þá sem vilja fá nánari lýsingu að þá er þetta hjá Sundlaug Garðabæjar.

Mynd: http://i45.tinypic.com/nx83l1.jpg

Kort: http://ja.is/kort/#q=flatask%C3%B3li&x=357243&y=401713&z=10&type=aerial

Mæting er kl. 13:00 en mótið hefst á slaginu 13:30 (hálf 2)

Mótið verður spilað í tveimur 5 liða riðlum. Leikið verður á tveimur sparkvöllum í einu. Liðin munu spila 1x innbyrðis. 2 efstu lið beggja riðla fara svo áfram í undanúrslit. Þar fara sigurvegararnir í úrslit og leika um sigur í mótinu. Tapliðin keppa um 3 sætið.

Reglur:

1. Hver leikur er 7 mínútur.

2. Séu hljómsveitir með 4 leikmenn innanborðs en andstæðingurinn 5 mun einn leikmaður úr því liði hvíla (Lánsmenn eru líka leyfðir sé þess kostur á).

3. Lið mega skora allstaðar á vellinum.

4. Engin fastur markvörður, aftasti leikmaður má verja með höndum.

5. Liðin dæma sjálf en ef það er vafaatriði þá getur einhver áhorfandi skorið úr um ákvörðun.

6. Boltinn er aldrei farinn nema hann sé útaf vellinum.

7. Vegna smæðar vallarins verða engar hornspyrnur, skjóti liðið yfir markið og útaf vellinum fær hitt liðið boltann.

8. Innköst verða hinsvegar notuð.

9. Það eru ekki auka né vítaspyrnur, heldur ef um brot sé að ræða þá fær aftasti leikmaður í liði fórnarlambsins boltann og leikur heldur áfram.

10. Það þarf varla að taka fram en ég geri það samt að rangstöður verða ekki með í leiknum.

Riðill 1.

Two Tickets To Japan
Universal Tragedy
Chino
At Dodge City
Embrace The Plague

Leikir:

Two Tickets To Japan – Chino
Universal Tragedy – At Dodge City
Chino – Embrace The Plague
At Dodge City – Two Tickets To Japan
Embrace The Plague - Universal Tragedy
At Dodge City - Chino
Two Tickets To Japan – Embrace The Plague
Chino – Universal Tragedy
Embrace The Plague - At Dodge City
Two Tickets To Japan - Universal Tragedy

Riðill 2.

Gone Postal
?????
Gamall Karl
Plastic Gods
Satan's Candyshop

Leikir:

Gone Postal – Gamall Karl
????? – Plastic Gods
Gamall Karl – Satan‘s Candyshop
Plastic Gods – Gone Postal
Satan‘s Candyshop – ?????
Gamall Karl – Plastic Gods
Gone Postal – Satan‘s Candyshop
????? – Gamall Karl
Satan‘s Candyshop – Plastic Gods
Gone Postal - ?????

Nánari upplýsingar og skráning má finna í síma 893-5347 eða í mail-inu Ernirinn@live.com

Tek fram að þetta er að sjálfsögðu ókeypis.

-Ingi.