Þá eru músíktilraunir að bresta á og allir sem að þeim koma væntanlega spenntir vegna þess.
Sjálfur er ég að keppa með tvemur hljómsveitum þarna og er því nokk spenntur sjálfur en mig langar að spyrja ykkur Hugara:

Byggt á upptökunum sem heyra má á www.musiktilraunir.is, hvaða hljómsveit hreppir vinninginn?

Bætt við 9. mars 2008 - 23:22
Það er kannski ekki ósniðugt að bæta því við að þó að ég vonist að sjálfsögðu eftir sigrinum sæta þá eru engu að síður hljómsveitir þarna sem gætu vel hreppt þetta í minn stað

Í mínum augum eru sterkustu leikmennirnir:

Óskar Axel og Karen Páls - 2 krakkar í hip hop/rapp hljómsveit sem er með texta sem fjalla um þjóðfélagsvandamál. Söngur nokk góður hjá stelpunni og rappið ansi þétt bara

Buxnaskjónar - Fer nokkuð mikið eftir sviðsframkomu en þetta virðist allavega vera mjög kröftug hljómsveit og pönkið klikkar sjaldan á mússó

Hinir - þessi hljómsveit heillar mig nokkuð með upptökunni sjálfri en ekki með nafninu. Spurning er hvort þau geta fylgt þessu eftir með góðum söng og skemmtilegri sviðsframkomu

Elín og Myrra - Flottar raddanir og flottur gítarleikur. Þess háttar skorar stig hjá mér en vekur spurningu hvort rólegt og rómantískt skili sér vel í músíktilraunum

Fenjar - Undirspilið á upptökunum hljómar vel en ég sakna samt þess að heyra sönginn. (sama vandamál hjá Agent Fresco)

Furry Strangers - Kraftmikið rokk með góðum söngvara, það er fátt annað um það að segja

Ástarkári - Ef þessir drengir geta fylgt upptökunum sínum eftir og eru með þéttan söng og góða sviðsframkomu þá gætu þeir verið næsta UMTBS

Spiral - Þetta er svipað og með Furry Strangers; þétt, grípandi rokk sem rífur mann með sér

Nögl - Einstaklega þétt og vel unnið demó og lagið er gott. Ef Nögl getur spilað og sungið svona á sviði þá eru þeir með helstu keppendum mússó 2008

Elís - Nokk Mugisonlegur karakter sem er þó með aðeins poppaðri stíl og ef tónlistarmennirnir sem spila með honum eru góðir þá á hann góða möguleika á þessu

Johnny Computer - hresst offbeat popp/rokk sem er nokkuð vel unnið og mjög mögulega þétt á sviði líka

Ósammála mér? Allt í góðu, settu bara þína eigin skoðun í svar til mín.