StripShow á Gauknum Fór í gær, þann 12 mars, á tónleika með hljómsveitinnni Stripshow.
Stripshow er íslensk hljómsveit sem stóð upphaflega af Bjarka trommur, Silla bassi, Guðmundi A. rödd og síðast en ekki síðst Ingó galdrakalli á gítar. Þeir gáfu út diskinn Late Nite Cult Show árið 1996. Fínn diskur og maður heyrir greininlega áhrif frá Alice Cooper og Iron Maiden í tónlistinni.Tónlekar með þeim voru teknir upp árið 1997 af stöð tvö úr borgarleikhúsinu, hefur verið sýnt nokkrum sinnum síðan og ég bölva ennþá daginn þegar ég tók óvart yfir tónleikanna!. Nú er nýr söngvari kominn í Guðmunds A. og man ég ekki alveg hvað sá gaukur heitir, en hann stóð sig með prýði á tónleikunum. Var kannski ekki alveg jafn kraftmikil og Guðmundur A. stóð fyrir sínu. Löginn voru vel útfærð á þessu litla sviði og Ingó geirdal var bara Ingó Geirdal með alla sýna takta. Kom soldið á óvart þegar þeir tóku lokalakið og völdu Sweet Dreams í anda Marilyn Manson, Nýji gaurinn tók Manson hreinlega í nefið í skrækjum og ópum.

Allavega ég mæli með öllum þeim gúrúum sem eiga ekki diskinn með Stripshow að verða sér úti um hann því þetta er snildar hljómsveit og diskurinn helv. góður.

Heimasíða Stripshows er http://www.vortex.is/stripshow/ en ég held að hún hafi ekki verið uppfærð í dágóðan tíma.
A Star For A Starr