Ég ætla að segja frá tónlist. Skoðunum mínum á tónlist þróun og sköpun tónlistar, áhrif tónlistar og þannig.

Tónlist er eitthvað sem tekur þátt í lífi nánast allra. Allir hlusta eitthvað á tónlist. Sumir lifa á tónlist sumir bara búa til tónlist sem áhugamál og aðrir bara dýrka tónlist bara með að hlusta á hana. Semsagt er mín skoðun sú að tónlist er eitt merkilegasta sem til er í þessum heimi. Hún lætur manni líða vel eða illa, gerir mann æstan eða rólegan, glaðan eða dapran..hvað sem er.
Ef maður hugsar um það, af hverju er gaman að hlusta á tónlist? Hvað er svona merkilegt við hana? hvað er svona gaman við einhver hljóð sem myndast? Okkur gæti alveg eins fundist hljóð í vélsög skemmtileg eða eitthvað þannig. En nei tónlist er eitthvað dulúðlegt og töfrum líkast. Það er ekki hver sem er sem getur gert tónlist. Ástæðan fyrir því að tónlistin er svona skemmtileg er að hún kemur manni í eitthvað ákveðið skap alveg eins og við verðum taugaveikluð ef mikið er í gangi og mikill hávaði er.

Tónlist hefur þróast úr hljóðum frá dýrum og hlutum myndi ég halda og myndast hægt og hægt í þróaðra form eins og allir hlutir þróast og eins og allt getum við eyðilagt hana á endanum ef réttu leiðirnar eru ekki farnar.
Ef maður hlustar á tónlist fyrir fimmhundruð árum og tónlist sem er í gangi núna þá virkilega hugsar maður hvernig í andskotanum gat þetta orðið til svona? Hvernig gat teknó þróast úr kórum og sinfoníum í teknó? Jú allt er þetta næstum sami hluturinn bara útsettr aðeins öðruvísi og náttúrulega á öðru tímabili til dæmis mikið um tölvunotkun í tónlist núna en það er bara einfaldlega vegna þess að tínin er þannig í dag. Umheimurinn hefur áhrif á hvernig fólk býr til tónlist. Norðurlönd hafa til dæmis viking og power metal. Það er alveg augljóst af hverju. Og ef við skjótumst til afríku þá minnir tónlistin þar doldið á dýrahljóð og hljóð sem koma úr náttúrunni. Vegna þess að umhverfi listamannana er þannig.
Tónlist að mínu mati fyllir heiminn af lífi. Hún einhvernveginn er ein af þessum hlutum sem á erfitt með að hverfa en ekkert er eilíft. Tónlist hefur bjargað mörgum úr þunglyndi gert eitthvað úr lífi fólks og gefur öllum hamingju.
Ég hef oft pælt í hvernig tónlist skyldi verða eftir 100 ár. Ætli henni hafi farið aftur?
Það þyngsta sem ég hef kynnst er death metal en kynslóðin á undan fannst Black Sabbath og þannig það þyngsta. Það er ómögulegt að spá í tímann um tónlistina. Það er alveg eins og að segja hvernig heimurinn er eftir 100 ár. Tónlistin er tíminn sem hún er í. Fornöld var virkilega óþróuð og þá líka tónlist.
Maður getur tjáð sig í gegnum tónlistina og hún getur gjörsamlega lýst öllu. Hún er nánast eins og lífið sjálft. Stundum döpur, stundum glaðleg, stundum reið. Bara eftir því hvernig fólki líður. Ef ég er pirraður þá hlusta ég á harðan metal en ef ég er rólegur og syfjaður hlusta ég á coldplay eða sigur rós.
Ein mistök sem folk gerir í tónlist er a reyna að flokka hana endalaust og reyna að gera hana í einhverjum ákveðnum stílum. Tónlist á ekki að vera þannig. Tónlist er bara tónlist og ef manni líkar hún þá líkar manni ef ekki þá ekki. Auðvitað þarf maður áhrifavalda og þannig og sjálfsagt mál að skrifa niður hvað einhver týpa af tónlist heitir til að auðvela manni leit að einhverju. En að rökræða um hver er hvernig tónlist er alveg út í hött.
Sjálfum finnst mér reyndar nokkuð gaman að finna úr flækjum tónlistarinnar en ég virkilega nenni ekki að rökræða um hana.
Hvernig skyldi heimurinn vera á tónlistarinnar? Það væri eins og að skera hálfan heiminn burt. Taka allar tilfinningar úr lífinu.
Mín niðurstaða er að tónlist er ómissandi í lífinu og glæðir allt lífið því sem við köllum líf. Tónlist er mest lifandi fyrirbæri sem ég veit um.

En þetta voru mínar skoðanir og tilfinningar um tónlist og vonandi var þetta skemmtileg lesning.

Tómaturinn out!:D
Postartica check it!