Ég náði hátindi lífs míns í gær. Ég gæfi skít í aðra Sigurrósar tónleika fyrir önnur fjögur lög með Hjálmum! Ég var á “ofkeyrslu”tónleikum í boði Toyotu, hluti af hinni rosalegu kynningarherferð fyrir nýja smábílinn þeirra Aygo, sem mér finnst að allir ættu að kaupa bara til að verðlauna þá fyrir að hóa saman meðal annars einhverjar fjórar bestu hljómsveitir landsins. Biðjið þó um afslátt þar sem hljóðmennirnir kunnu ekki rass á hljóðkerfið og ofkeyrðu það allan tímann sem gaf af sér hausverk. Þeir sem spiluðu voru Beatmakin' Troopa, Hairdoctor, Dr. Spock, Brain Police, Hjálmar, Bang Gang og Mínus. Ætla að skrifa um tónleikana hér að neðan..

Beatmakin' Troopa
Kom mér mjög skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst við rappbandi en það kom í ljós að þetta er DJ sem spilar tónlist sem ég fíla. Létt rafpoppuð furðuhljóð. Þó ekkert sem ég nennti að standa til að horfa á þannig að ég sat til hliðar og sá hann ekki. Mjög góður tónlistarmaður hér á ferð og var hann víst kosinn Bjartasta Vonin af nokkrum milðum.
4/5

Hairdoctor
Hairdoctor er einhver fáránlegasta hljómsveit sem ég hef séð, kastandi sjampóprufum útí sal, sem er reyndar töff. Þetta eru tveir menn, gítarleikari sem syndur jafnframt og tölvukall, sem gerði allt annað; trommur og bassa og söng hann einnig stundum. Þetta var rosalegt teknórokk.. sem er ekki það besta sem fyrirfinnst í tónlist.
2/5

Dr. Spock
Hér er á ferð pönkrokksveit með Óttar Proppé fyrrverandi HAMborgara (hahahaha..) í fararbroddi. Þeir voru þónokkuð góðir miðað við hvernig tónlist þeir spiluðu. Þeir voru með nokkuð flotta sviðsframkomu; með gula hanska og ofvirkur Óttar ber að ofan í bleikum spadexbuxum. Ég stóð þó ekki fyrir þá.
3/5

Brain Police
Eftir að hafa hvílt mig á meðan Dr. Spock voru í gangi tilkynnti kynnirinn að næstir væru konungar íslenska eyðimerkurrokksins og stukkum við á fætur og hlupum að sviðinu. Þeir voru rosalega góðir, þeir tóku lögin Jacuzzy Suzy, Coed Fever, Mrs. Dolly og Taste the Flower. Fyrsta og seinasta eru með þeirra betri lögum þannig að ég var sáttur. Fyrir að vera eitursvalir, feitir, sveittir, berir að ofan og ógeðslega góðir fá þeir heila fimm af fimm.
5/5

Hjálmar
Loksins, loksins, loksins! Ég er búinn að reyna að sjá þá á tónleikum í meira en hálft ár, en alltaf klikkar eitthvað. Þegar ég sá orgelið á sviðinu hljóp ég (Hljóðlega) af stað og fann mér góðan stað hjá sviðinu. Svo komu þeir á sviðið. Stundin var runnin upp. Þeir byrjuðu á lagi af nýja disknum, Heim á ný og gerðu það með mestu prýði, svo tóku þeir mest spilaða lag ársins 2005 hjá Rás 2, Ég vil fá mér kærustu, og eftir það Mött er hin meirasta, og var byrjunin á því lagi toppurinn á tónleikunum. Þarna var ég frekar hræddur um að þeir voru runnir út á tíma og hefðu ekki tekið Borgin, en svo heyrði ég það hljóma. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa tilfinningum mínum á þeim tímapunkti.
74/5

Bang Gang
Ég hlustaði á Bang Gang hérna einu sinni. Vedís Hervör söng með honum þarna og byrjaði þetta á lengsta lagi í heimi, þannig að ég gafst upp og settist. Tónlistin er breytt til hins verra frá því ég hætti að hlusta á hann/þau. En Vedís er sæt og Barði töff.
3/5

Mínus
Sökka..
1.5/5


Ég er mjög sáttur með þessa tónleika og verð Toyota ævinlega þakklátur fyrir að hafa “boðið” mér á þá. Eitt það ánægjulegasta sem komið hefur fyrir mig. Hjálmar, Brain Police, Beatmakin' Troopa og Toyota. Takk! Ég elska ykkur!