1. Hafið þennan dag - eftir Heru sjálfa. Ótrúlega flott lag, ég þurfti að hlusta á það nokkrum sinnum áður en að það varð geggjað en það var strax flott.
2. Sit og vaki - lag sem að snertir mann mjög þegar maður pælir aðeins í textanum. Allveg magnað einnig eftir Heru sjálfa.
3. Sönglausi næturgalin - lag og texti eftir Megas. Mér finnst það ekkert rosalega flott en vel endurbætt samt.
4. Myndin af þér - Allveg ótrúlega flott lag, sérstakelga þegar maður er sjálfur langt frá þeim sem að maður elskar! Lag og texti eftir Heru.
5. Eyrarröst - Held ég flottasta lagið á disknum, lag og texti eftir Heru.
6. Kysstu mig gosi - Grípandi lag sem að fær mann til að pæla doldið! lag og texti eftir Heru.
7. Stúlkan sem starir á hafið - Lag og texti eftir Bubba Morthens. Þetta lag er allveg magnað þegar Hera singur það. Flottasta útsetning á þessu lagi sem að ég hef heirt. Maður fær allveg gæsahúð við að hlusta á það.
8. Vegbúinn - Lag og texti KK. Þetta lag hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Er ennþá flottara í flutningi Heru.
9. Dararamm - Ágætis lag, textinn er magnaður en ég er ennþá að venjast laginu. lag og texti Hera Hjartardóttir.
10. Talað við gluggan - lag og texti eftir Bubba Morthens. Mjög flott hjá stelpuni.
11. Dimmalimm - Lag og texti Hera. Lag sem að maður þarf að hlusta vel á og pæla í. Svona eins og flest öllum textunum hennar. En snilld.
Ég vill ekki vera að tala neitt of mikið um textana hennar hérna né fullyrða neitt vegna þess að ég veit ekki um hvað HÚN samdi textana um. Þeir segja sitt sem að getur túlkast á mismunandi hátt. Hera Hjartardóttir er snillingur og ekkert annað. Mér finnst hún allveg frábær og þessi diskur er bara ótrúlega góður þótt að mér finnist Not your tipe betri. Þessi er samt hreinasta snilld.
Þakka fyrir mig.
Kv. kittý
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.