Sælir félagar,

nú hefur maður verið að fylgjast með umræðum um hvort eurovision-lagið okkar sé stolið.

Þannig að þar sem ég er mikið tónlistarmenntaður þá tók ég mig til, fann mp3 af eurovision laginu og Richard Marx laginu, og rannsakaði og bar saman lögin.

Niðurstaðan varð sú að viðlag eurovision lagsins og viðlag R.M. lagsins eru nánast sama viðlagið, en með smá breytingum vegna íslenskunnar. Þ.e. viðlaginu er breytt örlítið vegna þess að íslenski textinn gengur ekki nákvæmlega upp í alveg óbreyttri mynd.
En hvað gerist þegar eurovision lagið er komið með enskan texta?

Nú til að rökstyðja þetta skrifaði ég bæði viðlögin út í nótur, og niðurstaðan er sú að þetta eru nákvæmlega sömu nótur nema að R.M. viðlagið er í C-dúr en eurovision lagið er í E-dúr. Sem sagt sama viðlagið hækkað um stóra þríund. Einnig eru meginfrasar tveir í báðum viðlögunum, og taktfjöldi er nánast sami.

En mér til undrunnar þá fann ég einnig út að byrjunin á eurovision laginu er sama og byrjunin á barnasálminum “Fús ég Jesú fylgi þér” með smábreytingu á upptaktinum. Fyrsti frasinn er eins, en svo er eins og að áframhaldið á eurovision laginu sé nánast byggt utan um sálminn. Hljómagangur er einnig nánast sá sami.
Rétt er að geta þess að ég er ekki viss hvort sálmalagið sé enn í “copyright”.

Nb. Hafa ber í huga að í eurovision laginu er tempóið mun hraðara en í upprunalegu lögunum! En það er ekki að mínu mati nóg til þess að geta sagt að þau sé ólík.

Ég er enn að kanna þetta nánar, og mun setja inn viðbætur ef ég finn eitthvað meira athugavert.

Kveðja,
Falcon1
——————————