Saga U2 hófst árið 1976, þegar Larry Mullen setti upp auglýsingu í
skólnum sem hann gekk í og óskaði eftir því að stofna hljómsveit.
Fjórir svöruðu auglýsingunni, Bono (Paul Hewson), The Edge (Dave Evans), Adam Clayton og Dik Evans, bróðir The Edge. Dik var þó ekki lengi í hljómsveitinni en upp frá því hefur hljómsveitin ekkert breyst.
Í fyrstu kunnu þeir lítið sem ekkert á hljóðfæri og voru mest að spila lög Led Zepplin, Fleetwood Mac, Deep Purple og Rolling Stones. Í byrjun voru þeir ekki þekktir sem U2 heldur Feedback og undir því nafni tóku þeir í fyrsta sinn þátt í hæfileikakeppni. Fyrir keppnina hittust þeir og mynduðust þá þessi sterku bönd, sem aldrei hafa slitnað. Þeir unnu ekki keppnina, en Bono sagði þó að þeir hefðu spilað eitt af sínum bestu lögum og að 2 ár hefðu liðið þar til þeir gerðu betur.
Á næstu æfingu eftir keppnina héldu þeir fund þar sem ákveðið var að breyta nafni hljómsveitarinn í Hype. Fyrsta lagið þeirra var Street Mission. Það var síðan 18. mars 1978 sem hljómsveitin tók aftur þátt í hæfileikakeppni, verðlaunin voru 500 pund og tækifæri til þess að taka upp hljóðupptöku fyrir CBS útgáfuna. Það var mikið í húfi. Hype tók til við að æfa á fullu fyrir keppnina, spiluðu á 3 tónleikum, en á þeim þriðju breyttu þeir nafninu í U2. U2 vann hæfileikakeppnina og fór í upptökur. Þó var mikill miskilningur á milli CBS og U2, þeir höfðu mismunandi hugmyndir. Síðan var það að Paul McGuinness gerðist umboðsmaður U2 og útvegaði þeim með herkjum samning við Island Records. Þá höfðu CBS ásamt EMI neitað þeim um samning, töldu U2 ekki nógu þroskaða og ákváðu að bíða, en naga sig eflaust í handarbakið enn þann dag í dag því U2 hefur selt yfir 80 milljónir platna og salan eykst stöðugt.
Síðan liðu árin og hljómsveitin þroskaðist úr því að vera hrá og tók ávallt breytingum, en hélt samt ætíð einstökum hljóm og gerir enn í dag. U2 hefur samtals gefið út 12 plötur sem slegið hafa í gegn útum allan heim asamt tveim “Best of” plötum og að sjálfsögðu fjöldann allan af smáskífum. Vonandi verður ekki langt að bíða næstu plötu og segja sögusagnir að hennar se að vænta á þessu ári.