Vandamálið lýsir sér þannig að þegar ég held inni kúplingunni og set í fyrsta gír til að taka af stað þá drepst á hjólinu.
Ég er búinn að prófa tvö kúplingshandföng, fyrra handfangið kom alltaf við stýrið þannig ég hélt að ég þyrfti bara að ná að toga lengra þannig að ég skipti um kúplingshandfang, sem kom ekki við stýrið, en það var sama vandamál.
Það er hreinlega eins og kúplingin virki ekki.
Einhver ráð?