Í ljósi þess hve Formúlan er orðin vinsæl, þrátt fyrir að hún sé hrikalega óspennandi, á ég erfitt með að skilja hvers vegna engin af hinum stöðvunum hefur tekið upp á því að sýna Moto GP. Moto GP kappaksturinn hefur verið gríðarlega spennandi það sem af er árinu og miklar framfarir hafa átt sé stað hjá flestum liðunum.

Eins og er eru helst tveir menn, Sete Gibernau og Valentino Rossi, sem berjast aðallega um titillinn, en það er einfaldlega vegna þess að þeir eru að sýna algjöra snilldartakta.

Í hverri keppni eru fjöldi frammúrakstra og baráttan um sigurinn teygist yfirleitt fram á síðustu sekúndu síðasta hrings. Þarna má sjá ótrúlega íþróttamenn sem virkilega eru að færa takmörkin lengra og lengra.

Ég er viss um að Íslendingar myndu taka ástfóstri við þennan kappakstur eins og þeir gerðu við Formúluna á sínum tíma, nema Moto GP býður upp á mun meiri spennu og skemmtun.