Einhver stakk upp á að skrifa líka um þróun götuhjóla. Hér er eitthvað smáveigis um hjól sem bjó til nýjan kafla í mótorhjólasögunni. Mest af þessum upplýsingum kemur af www.gixxer.com, og eitthvað úr minninu. Hestaflatölur eru mælingar á sveifarás, ekki út í hjól. Leiðréttið endilega ef þig finnið eitthvað vitlaust, eða bætið bara við.

1985 GSX-R 750 – 100hp – 176kg
1985 Var fyrsta GSXR 750 hjólið sett á markað og bjó þar með til nýjan flokk af hjólum og gerði racerinn að almenningseign. Þetta hjól var með álgrind, 100hp loft/olíukældan 750cc mótor og var aðeins 176kg. SACS ( Suzuki Advanced Cooling System ) kerfið var hannað fyrir þennan mótor, þetta kerfi úðar mótorolíunni á ákveðna staði til að halda niðri hitanum, t.d. undir stimplana og á ýmsa staði í heddinu og notar mjög stóra olíukæla. Með þessu var hægt að hafa mótorinn 10% léttari heldur en sambærilegur vatnskældur mótor hefði orðið. Einnig tókst að gera brunann í vélinni betri og hagkvæmari með betri brunahólfum sem kölluð eru TSCC ( Twin Swirl Combustion Chamber ). Ein nýjungin enn var DAIS ( Direct Air Intake System ) sem skýrir sig nú kannski bara sjálft, má kannski segja RAM AIR á byrjunarstigi. Þetta hjól var svo með 29mm flat slide blöndungum, 6 gíra kassa, og dekkin voru 110/80-18 að framan en 140/70-18 að aftan.

1986 GSX-R 750G
1986 var afturgaffallinn lengdur um 25mm, radial dekk voru standard og perurnar í aðalljósunum voru sterkari.

1987 GSX-R 750H
1987 voru framdempararnir stækkaðir í 41mm úr 39mm ( held örugglega að 39 sé rétt ) og með fleiri stillingum, þetta ár kom NEAS ( New Electrically Activated Suspension ) líka fyrst fram, þetta var rafstýrt anti dive kerfi sem var tengt við bremsuhandfangið. Fyrir þá sem ekki vita er hlutverk anti dive kerfa að halda framendanum uppi þegar bremsað er, þaes halda dempurunum í sundur. Þessi kerfi trufla hins vegar eðlilega virkni demparanna og var notkun þeirra hætt fljótlega hjá öllum framleiðendum. Þetta ár komu líka endurbættar bremsur, afturfjöðrun og breiðari dekk og felgur.

1988 GSX-R 750J – 112hp – 195kg
1988 var hjólinu gjörbreytt, mun betri fjöðrun og bremsur ( NEAS kerfið farið en var notað þetta ár á GSXR 1100 ). Dempararnir voru stækkaðir í 43mm, betri dekk, allar hlífar endurhannaðar til að minnka drag ( 11% ) og grindin var mun stífari. Short stroke mótorinn kom þarna til sögunnar og var notaður 1988 og 1989, slaglengd þessa mótors var stytt um 4mm og cylindrar stækkaðir um 3mm. Kælikerfi mótorsins var einnig breytt og olíukælar stækkaðir þannig að kælingin varð 48% betri. Nýtt loftinntak var þróað, svokallað SCAI ( Suzuki Condensed Air Intake ) sem sá vélinni fyrir kaldara og þéttara lofti ( opin við hliðina á ljósunum, komið nær RAM AIR ). Felgur urðu 17 tommu í stað 18 áður og hafa verið það síðan.

1989 GSX-R 750K
1989 voru ekki miklar breytingar. 2 hljóðkútar í staðinn fyrir einn, breytt gírhlutföll í 3. 4. og 5. gír, lenging milli hjóla um 5mm og stillanlegt bremsuhandfang.

1989 GSX-R 750RK – 120hp – 187kg
1989 kom líka GSX-R 750R. þetta hjól var framleitt í aðeins 500 eintökum og var framleitt til að Suzuki stæðist production racing reglurnar. Þetta hjól var ekki með short stroke mótornum heldur upphaflegu úfærslunni, einn hljóðkút, 40mm blöndungum, close-ratio gírkassa, styrktum afturgaffli, fiberglass hlífum með stærra loftinntaki, solo sæti og bensíntank úr áli. Eitt svona hjól kom nýtt hingað til Íslands.

1990 GSX-R 750L
1990 var hætt að nota short stroke mótorinn og farið aftur í upphaflega útfærslu eins og í RR hjólinu. Brunahólfið hannað upp á nýtt sem og stimplarnir. Nýr olíukælir og pústkerfi með einum hljóðkút ásamt nýjum 38mm blöndungum. Þetta var einnig fyrsta götuhjólið sem kom með USD ( upside down ) 41mm framdempurum, og nú var hægt að stilla alla hluti í bæði fram og afturfjöðrun. Afturfelgan var einnig breikkuð. USD demparar hafa verið notaðir á öllum GSXR 750 hjólunum síðan 1990. Komu reyndar ári seinna á USA markaði.

1991 GSX-R 750M – 112hp – 208kg
1991 var útlitinu breytt talsvert, bæði ljósin sett á bakvið heila glerhlíf, breiðara sæti og tvö afturljós í stað eins áður. Þessar breytingar, sérstaklega framendinn, gerðu hjólið mun straumlínulagaðra. Mótornum var aðeins breytt, rocker örmum og fleiru, ásamt því að farið var að nota skífur til að stilla ventlabil. Þessar breytingar minnkuðu viðnám um 5% sem skilaði sér í betra viðbragði, sérstaklega á háum snúning. Þetta var síðasta árið sem loft/olíukældi mótorinn var notaður.

1992 GSX-R 750WN – 118hp – 210kg
1992 kom fyrsta GSXR vatnskælt í fyrsta skipti, samt sem áður var haldið áfram að úða olíu undir stimplana til að kæla þá sérstaklega. Þetta hjól fékk einnig stífari grind og afturgaffal ásamt nýrri afturfjöðrun.

1993 GSX-R 750WP
1993 var litlu breytt nema einhverjum útlitsatriðum, mótornum reyndar aðeins breytt til að gera hann betri á háum snúning og þyngdarmiðja hjólsins færð niður.

1994 GSX-R 750SPR – 118hp – 199kg
1994 voru nokkrar breytingar gerðar, sumt kom beint frá racing deildinni. 40mm blöndungar, betra pústkerfi, close-ratio girkassi, magnesium hlífar á mótor, 43mm demparar, léttari og sterkari afturgaffall, 6 stimpla bremsudælur að framan, dekkjastærðir voru 120/70-17 að framan og 180/55-17 að aftan, þessar stærðir eru notaðar enn í dag.

1995 GSX-R 750S – 118hp – 195kg
1995 voru litlar breytingar, aðallega smávægilegar útlitsbreytingar.

1996 GSX-R 750T – 128hp – 179kg
1996 var hjólið algjörlega endurhannað. Ný grind, nýr mótor með styttri slaglengd og stærri cylindrum, rafstýrðir 38mm blöndungar og SRAD ( Suzuki Ram Air Direct ) loftinntakið var notað í fyrsta skipti. Við hönnun á grindinni og útliti hjólsins var stuðst að miklu leyti við RGV 500 GP hjólið.

1997 GSX-R 750V
1997 var aðeins litasamsetningunni breytt.

1998 GSX-R 750W
1998 kom bein innspýting í stað blöndunga, ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar til að létta mótorinn, close-ratio gírkassi var notaður og festingar á afturdempara styrktar.

1999 GSX-R 750X
1999 var aðeins litasamsetningunni breytt.

2000 GSX-R 750Y – 135hp – 166kg
2000 voru gerðar miklar breytingar á grind og mótor til að létta hjólið og auka aflið, 20mm lengri afturgaffall settur á hjólið, án þess þó að auka hjólabilið. Skipt var yfir í 4 stimpla bremsudælur að framan.

2001 GSX-R 750K1
2001 var aðeins litasamsetningunni breytt.

2002 GSX-R 750K2 – 135hp – 166kg
2002 var innspýtingunni breytt aðeins ásamt smávægilegum útlitsbreytingum, stærsta breytingin er þó nýr afturgaffall sem gerir það kleift að stilla hæð hjólsins.