SWG: Grein #6: Combat & PvP Þá er það sjötta greinin, sem að þessu sinni fjallar um Combat og Player versus Player.

Attributes:
Þá byrjum við á grunninum, þetta ætti nú að vera í characters en hérna mun þetta vera, þar sem þetta skiptir máli í Combat þó að það snúi ekki allt um Combat. Þinn karakter hefur 9 attributes sem skiptast í pools og stats. Það eru þrjú \“pool\” og sex stats. Poolin standa saman af 2 stats, ef eitthvert af poolunum fer á núllið þá muntu verða lamaður/meðvitundarlaus og ef eitthvert auka damage verður þá gert við þig þá ertu dauður.

Poolin eru:
Health: Þetta er einfald, þetta eru hit pointin. Ef þú átt ekkert eftir í Health þá deyrðu.
Mind: Gáfurnar þínar eða intelligent. Líka gott fyrir mental willpower. eða að standa af sér andlegar þjáningar, t.d. að resista Jedi Mind Trick.
Action: Hæfileiki karakters til að framkvæma hluti. Því meira sem hann hefur í Action því betur getur hann gert ákveðna hluti.

Statsin eru
Strength: Styrkur karakterins, hæfileiki hans til að gera líkamlega hluti. Strength mun aðallega hafa áhrif á Health pool.
Constitution: Hjálpar að ná því besta út karakterinum þínum, og hve mikið hann getur gert af sömu hreyfingunni. Constitution mun hafa áhrif á Health Pool.
Quickness: Hraðinn þinn. Með góðu Quickness þá getur karakterinn þinn verið hittnari og áhrifameiri actions. Quickness mun hafa áhrif á Action Pool.
Stamina: Þolið hjá karakterinum þínum. Því betra sem Stamina er því lengur getur charinn þinn framkvæmd hluti lengi. Stamina mun hafa áhrif á Action Pool.
Focus: Hve einbeittur charinn þinn er. Því meira sem Focus er því betra getur hann einbeitt sér að því sem hann er að gera. Focus mun hafa áhrif á Mind Pool.
Willpower: Andlega þolið þitt(?) Hæfileikinn til að geta staðið betur undir andlegum þjáningum. Willpower mun hafa áhrif á Mind Pool.

Damage:
SWG hefur þrenns konar damage. Normal, Wound og Shock Damage.

Normal Damage: Algengasti skaðinn í leiknum. Ef þú færð á þig normal damage hefur það áhrif á poolin þín, en því meira sem statsin eru því minna fer af poolunum, flókið? Normal Damage læknast sjálfkrafa, og fer hraðar upp því betur sem statsin eru. Þannig að stats og pool vinna saman en eru ekki það sama.

Wound Damage: Wound Damage er þegar karakter er alvarlega skaðaður. Þannig að það læknast ekki sjálfkrafa, það þarf einhvern til að lækna það. T.d. ef þú hefur 140 í hp, og einhver skaðar þig um 20 Wound Damage þá hefuru 120 þar til einhver læknar sárið.

Shock Damage: Shock Damage getur bara myndast af Wound Damage. En Shock Damage er erfðiðara að lækna og getur ekki alltaf verið læknað með Med Kit. Eins og í alvörunni, því meira sem Shock-ið er því erfðiðara er að lækna það.

Ég skil þetta best þannig sem gaurarnir hjá Slicerhq settu þetta upp:
Ívar Imp skýtur Ronna Reb með blasternum sínum, og gerir 32 normal damage, 14 wound damage og 5 shock damage. Segjum nú að Ronni sé með 100 í health, þá fer heilsan hans niður í 68 (100-32=68.) Þar sem Ronni fékk 14 wd, getur heilsan hans ekki farið meira upp en 86 (100-14=86.) Heilsans hans Ronna læknast þá sjálfkrafa upp í 86 á frekar skömmum tíma, en getur ekki farið hærra. Nú ef hann vill fá heilsuna aftur í 100, þá þarf hann einhvern sem er með Med Kit eða kann að lækna. En þar sem hann fékk 5 sd, þá er dálítið erfiðara að lækna hann. Hann þarf þá þróaðri lækniaðstoð til að taka í burtu shock damage-ið. Svo við getum búist við að fólk muni ekki elska Shock Damage-ið.

Bardagar:
Hvernig á að berjast í SWG? Til að berjast í SWG þarftu að hafa combat skills. Skills nærðu með því að ná í xp. Bardaginn verður ekki bara ýta á óvin og síðan barist. Þú þarft að nota mismunandi skills þegar þú berst, bæði sóknar og varnar. Skillinn verða í hotbar sem þú munt sjá á skjánum, eða þú getur notað lyklaborðið. Bardagi verður ekki First Person Shooter en samt geturu farið í First Person. Það mun verða skillin þín hjá karakterinum en ekki þín eigin viðbrögð sem munu skera úr hvernig bardaginn fer. Undantekning er space combat sem mun koma í expansion pack einhverntíman í framtíðinni.

Eins og í svo mörgum öðrum leikjum, að þegar þú færir cross hair yfir einhvern, þá muntu sjá nafnið hans og hvort hann er attackable, þar sem litur sker úr. Rautt kannski fyrir óvin og blátt fyrir allie. Ef þú skýtur á eitthvað/einhvern þá muntu sjá hve mikið damage þú gerðir við eitthvað pool, og mælir sem sýnir hvað mikið er eftir af poolinu sem þú skaðaðir.

Aðeins þeir sem hafa healing skill tree geta læknað aðra og sjálfan sig, en allir læknast sjálfraka smátt og smátt í leiknum, en frekar hægt ef ekki er hægt að ná í læknislega hjálp. Nema Trandoshan, sem hafa þann eiginleika að geta læknast frekar hratt.

Melee Combat:
Ein spurning í FAQinu. Will players be able to engage in melee combat as well as ranged combat? Svarið var, Auðvitað! Þannig að ef þú ert orðinn þreyttur á að berjast alltaf í ranged combat með blaster, þá geturu tekið hníf, gaffi sticks (það sem Tusken Raiders nota) eða eitthvað annað vopn sem mun verða í leiknum og barist hand to hand. En athugið samt, að jafnvel besta melee combat mun hafa stóra ókosti þegar barist er gegn ranged combat.

Ranged Combat: Óttiskt ekki, ekki halda að úrvalið úr Ranged Combat sé bara blaster byssur. Það er líka handsprengjur, tundurskeyti, eldvörpurog jafnvel bogar sem er líka hægt að nota í Ranged Combat. En þetta verður allt í einhverjum tengingum við Star Wars, svo ekki búast við Desert Eagle .50 eða M4A1 Carbine.

Vehicle Combat:
Það sem lætur mig virkilega langa að verða Imperial er það að fá að stjórna AT-AT. En það er ekki bara AT-AT, heldur líka flest öll hin farartækin sem hafa sést í myndunum. Ef þú stjórnar farartæki sem sérhæfir sig í Combat þá getur það líka orðið \“meðvitundarlaust\” og þá þarf að laga það eða skipta um, það er að segja ef þú hefur tryggt tækið. Það er líka hægt að eyðileggja tækið alveg og þá þarf að kaupa nýtt. Svo geturu líka fengið lánað hertæki í Combat frá einhverjum allie. Þegar leikurinn verður gefinn út, þá munu tækin \“vera nose mounted.\” Sem þýðir að það skýtur í þá átt sem þú beinir því að. Turrets munu svo koma í Expansion.

Space Combat:
Lítið sem ekkert er vitað um þetta, þar sem að þetta mun koma í Expansion pakkanum seinna. Bardagar munu vera FPS, líkt Rogue Squadron og X-Wing vs. TIE Fighter leikjunum.

Respawning:
Nú Respawning systemið í SWG er dálítið sniðugt. Í DaoC var það þannig að þú bind-aðir þig við stað/bæ og þegar þú dóst þá komstu aftur þangað. Hinsvegar er það mismunandi hvar þú deyrð í SWG eftir því hvar þú respawnar. Í missioni þá muntu respawna á þeim stað þar sem missionið byrjaði. Á vígvöllum, þá muntu respawna fyrir utan vígvöllinn og máttu ekki fara þangað aftur. Í húsum muntu respawna nálægt inngangnum. Í bæjum og opnum svæðum, muntu respawna af handahófi á einhverja ákveðna respawn staði. Og þegar þú respawnar, þá færðu fulla heilsu og allt þitt equipment en munt missa eitthvað eins og t.d. ammo.

Eins og margir þekkja úr öðrum MMORPG leikjum, að campa er oft hluti af leiknum. Þ.e.a.s. hópur fer á ákveðin stað, til að berjast við óvini sem spawna þarna. Sumum finnst þetta pirrandi öðrum ekki. En í SWG er ekki bara hægt að campa á einhverjum einum stað, því að sömu óvininirnir spawna ekkert endilega á sama stað, þeir spawna randomly. Þannig að maður þarf að vera varkár þegar maður er að ferðast.

PvNPC:
Player versus Non Playable Character. Sem þýðir að þú þarft ekki bara að ráðast á skrýmsli heldur líka NPC, t.d. Hutt glæpamann eða Stormtrooper. Ef þú ert ekki non declered, þ.e.a.s. þú ert ekki búinn að ráða þig hjá annaðhvort Hutt, Rebel eða Imperial, og ræðst svo á einhvern af hinum Factioninum þá fær NPC frá því Faction leyfi til að skjóta á þig í ákveðin tíma. Kannski hafðið þið heyrt eitthvað um outkasting í þessu máli, en það VAR, það er búið að taka það í burtu, það var system sem Devs hjá SWG höfðu þróað um að outkasta einhverja leikmenn sem gerðu eitthvað af sér.

PvP:
Það er virkilega erfitt að skrifa þessa grein því það er svo mikið af hlutum sem á heima í tvem greinum. PvP á heima í þessu, en PvP PA Wars á heima í næsta. Svo að núna mun ég fjalla um tvenns konar PvP: Samþykkja duel eða verða marked sem attackable player. Hin tvö er að velja sér faction eða fara í PA War.°

Duel: Til að hefja duel, þarft þú að skora á einhvern í duel eða einhver skorar þig á í duel. Þú mátt gera það hvenær sem er hvar sem er. Ef hinn samþykkir þá má bardagi byrja þar til annarhvor er meðvitundarlaus eða dauður.

Tímabunið óvina staða (Temporary enemy status): Það er nokkrar leiðir til að verða TES;

Bounty Hunter: Þá mun Bounty Hunter leita að manni og má ráðast á þig og þú mátt verja þig, sem er algjörlega handahófslegt.

Stríðsvæði (Battlefields): Game admins og jafnvel faction members meiga skipuleggja stríð á ákveðnu svæði á einhverri plánetu. Hver sem er getur farið í bardagann, ef þeir eru ekki í ákveðnu faction þá verða þeir að velja sér hlið. En þeir sem eru búnir að velja, VERÐA að berjast með sinni hlið. Þegar stríðið byrjar þá eru allir árásanlegir, en það er ekkert respawn og koma síðan aftur að berjast. Þegar þú deyrð þá máttu ekki koma aftur, náttúrlega gert til að finna sigurvegara. Sú hlið með sem á enn þá players á lífi vinnur.

Ráðast á eign annarra: Ef þú ræðst á hús sem einhver hópur eða manneskja á, má sú manneskja ráðast á þig. Þú mátt ekki ráðast á eiganda byggingunar fyrr en hann er búinn að ráðast á þig. Samt máttu ganga upp að húsi en það geta verið varðturnar sem skjóta á þig.

Innrás á heimili: Innrás eða bara einfaldlega ganga inn í hús sem hópur eða einstaklingur á gerir þig árásanlegan fyrir eiganda/ur bygginganar.

Hjálpa leikmönnum: Þú getur líka verið tímabunin óvinur af einhverju Factioni, t.d. með að hjálpa Rebel sem einhver af Hutt skaut niður, þá getur Hutt gaurinn skotið á þig fyrir að hjálpa Rebel. Vertu varkár hverjum og hvenær þú hjálpar einhverjum.

Það er nú ekki fleira sem ég ætla að koma með í þessari grein, en eins og áður þá segi ég þetta getur allt breyst. En þetta verður nokkurnvegin svona, og ég hlakka bara mikið til að spila Combat systemið í þessu. Sérstaklega að spila í Battlefields, þar sem það er bara last side standing, en ekkert svona endalaust lengi fram á nóttu.

Nú er bara að bíða og bíða, kannski að reyna að komast í Beta 2. En í næstu grein þá mun ég fjalla um Faction og PA, og líka stofnun íslensks PA. Ég hef tekið eftir gríðarlegum áhuga hérna (finnst mér) og ég held að því fyrr sem við gætum byrjað PA því betra.
<B>Azure The Fat Monkey</B>