Góðan daginn, eða kvöldið, fer náttúrulega eftir því hvenær þetta er lesið. Ég ætlaði mér nú alltaf að spila Star Wars: Galaxies, enda algjör Star Wars njörður… en gerði það ekki, þar sem ég heyrði ekki góða hluti um hann og allskonar utanlands-download í gangi og svona. En núna hafa hinir snjöllu lucasarts menn komið með 14 daga prufutíma, en til að fá það þarf að skrá sig hjá gamespot (ókeypis) og fara svo í gegnum eitthvað “prósess”, en þá færðu cd-key sem virkar í 14 daga og auðvitað er hægt að framlengja hann með afborgun. Frestur til að ræsa cd-keyinn er til 26.ágúst, að mig minnir.
Eina vandamálið er að til að spila hann þarf maður leikinn og er hann tæplega tvö gígabæt. Ef einhver gæti nú annaðhvort sett hann hér á huga, íslenskan ftp eða álíka yrðu margir (a.m.k ég og vinir mínir) mjög þakklátir og gætum fengið að prófa þennan leik. Svo er líka bara hægt að setja leikin á .bin og .cue og henda inn á dc ef þú kannt það. Ég veit að ég er að biðja um mikið, en ef þetta væri gert myndu líklega bætast margir Íslendingar við, eins og gerðist einmitt með EVE-trialið. Ég veit ekki hvort hafi verið spurt að þessu áður en ég fann það ekki. Einnig mætti alveg einhver segja manni hvað þeir væru að borga á mánuði fyrir leikinn (incl. DL), sem hefur líklega komið fram fyrir löngu…

Þakka fyrir mig.

—- EVE - Cyberfairy
—- SWG - ??????

Omg ! These chokodiles ! Like OMG ! These chokodiles !