Hvernig fannst fólki Andkristnin í ár?

Ég hafði gaman að mörgu þarna, tónlistarlega séð, Disintegrate stóðu sig frábærlega þrátt fyrir bassaleikaramissinn, enda um drulluþéttar lagasmíðar að ræða, Darknote voru fínir, Atrum stóðu fyrir sínu, Blood Feud og Forgarðurinn drullu skemmtilegir, en ég get samt ekki sagt það sama um þetta teknóbull þarna, Helshare finnst mér bara ekki skemmtilegir, Svartadauði er alls ekki slæm hljómsveit, hef almennt gaman að þeim, en þetta var suddalegt vesen hjá þeim þarna, sem er mjög leiðinlegt. Svo var líka Voresreal (eða hvernig sem maður skrifar það) sem heillaði mig lítið, en öðru man ég ekki eftir að hafi verið í ár.

Soundið var samt eiginlega bara fail, á báðum sviðum. Ef maður ætlar að hafa tvö svið á svona litlum stað, af hverju er ekki hægt að reyna að punga út ágætu soundi fyrst maður er að þessu. Þýðir ekkert að væla yfir því, en allt í allt, hafði ég alveg gaman að kvöldinu. Toppaði ekkert þegar Kjarri frétti af söngvaraveseni Svartadauða, hljóp út og uppá svið, reif til sín micinn og sagði “Ég syng bara, hvað er þetta!” :D

Þetta var bara fínt fyrir mig