Ég var að skoða nettilboðin hjá Flugleiðum sem ég fæ í póstinum svona af og til og það vill svo vel til að þeir eru að bjóða tilboð til Amsterdam 9. okt - 13. okt (mið - sun) á skitnar 24.660 krónur.

Við smá tónleikagrennslan kemur svo í ljós að eftirtaldir tónleikar eru á þessum tíma í Hollandi:

9. okt - Sigur Rós í Amsterdam
10. okt - Pain of Salvation/Cirrha Niva í bænum Zoetermeer (rétt fyrir utan Amsterdam)
11. okt - In Flames/Soilwork/Pain í bænum Hardenberg (2 tímar í burtu frá Amsterdam)
og ef áhugi (veit ekkert hvort ég fari)
12. okt - Pain of Salvation/Cirrha Niva í bænum Helmond (2 tímar í burtu frá Amsterdam

Ég var svona sterklega að spá….

Eru einhverjir áhugasamir??

Lestarkostnaður fyrir nauðsynleg ferðalög vegna þessa eru skitnar 48 evrur (4000 kall). Þetta eru svo fjórar nætur og hægt er að komast af með 4 x 1500 kall í gistingu ef maður gistir á farfuglaheimilum.

Kostnaður (fyrir utan mat og miða)
Ferð: 25000
Lestir: 4000
Gisting: 6000

Samtals: 35.000

Þorsteinn
Resting Mind concerts