Lunaris - Ný norsk progressive black metal grúppa Var að uppgötva þetta norska band. Bandið heitir Lunaris og er skipað meðlimum úr Borknagar, Satyricon, 1349, Spiral Architect og Manitou. Þeir eru á hinu tiltölulega nýstofnaða Elitist Records og eru nýbúnir að gefa út plötuna “… the Infinite” (16. september). Tónlistin er nútíma progressive black metal eða Astral Space Metal eins og einhver orðaði það. Fyrir mér er þetta eins og sambland af Spiral Architect og Borknagar, því þetta er virkilega teknískt (ekki þó eins mikið og SA) og inniheldur bæði clean og black metal söng.

Lunaris hljóðritaði “…the Infinite” með trommarnum Asgeir Mickelson (Spiral Architect & Borknagar), gítarleikurunum Azarak (Spiral Architect & Satyricon) og M (einnig bakraddir), bassaleikaranum og söngvaranum Maztema (Spiral Architect, Manitau), söngvaranum Balfori (ex-1349) og hljómborðsspilaranum Ray. Asgeir var reyndar bara ráðinn sem session trommari og því kom svo Janos Di Croce inn í myndina síðar.

Ég hef þó ekki heyrt nema tvö lög af plötunni, nefnilega eftirfarandi tvö lög:

“Si Vis Pacem, Para Bellum”: http://www.elitistrecords.co.uk/Lunaris.mp3
“… Of the One”: http://www.elitistrecords.co.uk/lunaris2.mp3

Kíkið á þetta.

Meiri upplýsingar:
http://www.lunarisweb.com/ og
http://www.earache.com

Þorsteinn
Resting Mind concerts