Það hefur verið rosalega gaman að fylgjast með bræðrum mínum í Freak Kitchen þessa dagana. Þeir eru nýbúnir að gefa út nýja plötu, þeirra þyngstu og myrkustu hingað til, hafa vakið athygli hjá allnokkrum stórum metalútgáfum (m.a. Roadrunner í Frakklandi sem gefur þá út þar) og eru bókaðir til að spila á nokkrum stórum metalfestivölum næsta sumar (m.a. Hellfest).

Land of the Freaks er sjöunda hljóðversplata þeirra og eins og segir þeirra þyngsta hingað til. Freak Kitchen hafa löngum verið taldir miklir grínarar en á þessari plötu er ekki mikið um “fyndin” lög, þó nokkuð sé um skondna texta eins og ávallt. Platan er einnig að mínu mati þeirra proggaðasta hingað til og það er hrein unun að hlusta á drengina. Hinn frábæra trommuleik Björns Fryklund, sem er að fara alveg á kostum hér, ásamt solid bassaleik Christer Örteförs. Stjarnan er samt Mattias IA Eklund sem sýnir hér hvers vegna hann er einn allra besti gítarleikari á plánetunni í dag. Eins og ég heyrði fleygt um plötuna "Holy Shit this [is] more Prog and More Metal than the Latest Dream Theater CD".

Platan inniheldur nokkur af bestu lögum Freak Kitchen hingað til að mínu mati. Lagið Teargas Jazz er að mínu mati einmitt eitt allra besta lag þeirra hingað til. Lagið skartar tveimur indverskum gestahljóðfæraleikurum, þeim V. Selvaganesh á kanjeera og Neyveli S Radhakrishna á double violin. Þetta lag er ótrúlega sérstakt og afskaplega frumlegt. Ég fór reyndar ekki að fíla það fyrr en við 3. hlustun og dýrkun hófst við ca 5. hlustun. Reynið líka að taka eftir textanum.

Freak Kitchen - Teargas Jazz
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JAiiTj9-vg4


Annað virkilega gott lag:

Murder Groupie
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_o0NMFC1K4I


Bandið hefur á síðustu dögum skellt nokkrum gæða live myndböndum upp á youtube og vitandi það hversu frábært live band þetta er, þar sem Mattias fer vanalega á kostum, bæði á gítarinn og svo í uppistandi og almennum hressleika á milli laga, þá er ekki úr vegi að henda hérna inn tveimur hressum myndböndum.

Snap! Live in Gothenburg - Takið eftir frábærum trommuleik Björns Fryklund hér.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N6nXwPh6b_Q

Vaseline Bizniz & Samba Caramba live at Sweden Rock Festival. Takið eftir gítar“sólóinu” 3:40 inn í myndbandið þar sem hann spilar á gítarinn eins og hljómborð.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=i6nIKChyo7k

Taste My Fist & Chopstick Boogie - Live at Sweden Rock Festival. Chopstick Boogie lagið er af annarri solo plötu Mattias, Freak Guitar: The Road Less Traveled. Í þessu lagi spilar kallinn á gítarinn með forláta chopstick… What will he think of next??
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0LNYW5hoP6s

og smá vitnisburður um hressleika á sviði
Cocktail/Death Drumming - Mattias stígur til hliðar til að skifta um gítar, og Björn á trommunum tekur smá kast á meðan…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=K4R-eJQqjas
Resting Mind concerts