Átti Pearl Jam sök á því sem gerðist á tónleikunum í sumar? Ég held ekki, þar sem ég er einlægur aðdáandi þeirra er ég kannski ekki best til gerður til að meta það en ég tel að þetta hafi verið slys og ekkert annað, það byrjaði að rigna sem olli því að jörðin var sleip, og fyrir utan það eru tónleikar líkt og þessir mjög fjölmennir og allir keppast við að sjá átrúnaðargoðin. Atburðir líkt og þessir gerast nokkrusinnum og er þetta “nasty business” að hreinsa upp eftir svona. Tónleikaplötur Pearl Jam frá evrópu túrnum eru nú að koma út á Íslandi og hvet ég alla til að versla sér allaveganna eitt eintak, plöturnar eru samtals 25 og eru gæðagripir.