Rock and Rolf (söngvari Running Wild) Hérna er smá um Rock and Rolf.



Rock ‘N Rolf (Rolf Kasparek)


Rock ‘n Rolf, eða Rolf Kasparek eins og hið alvöru nafn er, er söngvari og aðal rythmagítarleikari þýsku hljómsveitarinnar Running Wild frá Hamburg. Ég á mér ekki neina fyrirmynd og ég valdi þennan gaur af því að hann er í uppáhaldshljómsveitinni minni. Það er auðsjáanlegt að hann er fyrirmynd mín, eins og mér er sagt að orða það, af því að hann er uppáhaldstónlistarmaðurinn minn og gítarleikari. Hversu lengi hann hefur verið minn uppáhaldstónlistamaður veit ég ekki fyrir víst, allavega í nokkurn tíma, u.þ.b ár eða eitthvað í þá áttina. Rock ‘n Rolf tengist mér ekki mikið nema að því leyti að hann spilar á gítar og semur tónlist, eins og ég reyni að leggja hönd á.
Rolf Kasparek fæddist 1. júlí 1961. Hann lærði grafík í háskóla og hannaði t. d. sjálfur Running Wild merkið. Hann stofnaði hljómsveit með þremur öðrum 1976 í Hamburg í Þýskalandi undir nafninu Granite Heart en þeir breytti því 1979 í Running Wild. Þeir gáfu út fyrsta demo 1981. Running Wild er frægasta Heavy metal hljómsveit Þýskalands og þeir hafa starfað í tuttugu ár og gefið út ótalmargar plötur. Þeir syngja næstum allt á ensku. Rolf Kasparek er sá eini af upprunalegu hljómsveitarmeðlimunum, sem er ennþá í Running Wild.
Rolf Kasparek semur góða tónlist og textarnir eru skemmtilegir. Þeir fjalla mikið um sjóræningja og bardaga og keppnir. Á sviðinu eru þeir í sjóræningjabúningum og ljósin eru mjög flott, reykur og meirháttar. Á fyrstu tveimur geisladiskunum þeirra líkist framhlið disksins meira dauðarokkshulstri en þungarokkshulstrii. Fólk hélt að Running Wild væri þá komið út í dauðarokkið, en nei það voru þeir ekki. Þeir einfaldlega vildu líta út eins og upreisnaseggir eða eitthvað álíka. Þetta hentaði þeim ekki sérstaklega vel þannig að þeir breyttu þemanu þeirra yfir í sjóræningjaþema. Það sem Rolf finnst merkilegast og eftirminnilegast var þegar þeir gerðu diskinn “ Branded & Exiled”. Til að byrja með voru þeir að stæla Mötley Crue og Judas Priest en tónlist þeirra breyttist seinna meira útí aðeins þyngri tónlist. Rolf hlustar mest á þyngri tónlist, til dæmis Judas Priest, AC/DC, Iron Maiden og svo hlustar hann einnig á countrytónlist og klassíska tónlist. Hann er heldur ekki mikið fyrir að gera myndbönd. Running Wild hefur bara gert 2 myndbönd yfir allan ferilinn. Hann hefur mestar áhyggjur núna af því að efnahagur Þýskalands fari ennþá meira í rúst um þessar mundir, annars er hann ennþá að semja sína tónlist og ætlar að reyna að fá að taka upp plötu í bráð en ekkert er ákveðið.
Running Wild eða Rock ‘n Rolf hefur ekki mikil áhrif haft á mitt líf nema auðvitað að ég hef aukinn áhuga að læra hans gítartæknir og semja tónlist sem er í svipuðum dúr og hans. Hann er mjög fær gítarleikari á allan hátt a.m.k sóló gítar og rythma gítar. Það sem ég hef mest lært að honum er það að spila á gítar og hvað efnahagur Þýskalands er mikið í rúst, svo auðvitað um sjóræningja