Tekið af heimasíðu Nightwish www.nightwish.com
“Útgáfa á nýjum dvd-disk er í hættu að verða frestað
Samkvæmt finnska fréttablaðinu “Iltalehti” þann 3 febrúar 2006 gæti útgáfu ”End of an Era“ tónleika-dvd disknum orðið frestað vegna vandamála í samningi sem ekki var búist við. Riku Pääkko¨nen, aðalframkvæmdastjór Spin-Farm, segir að umboðsmaður Tarju, Marcelo Cabuli sé að krefjast þess að Spin-Farm fyrirtækið, Nightwish sem hljómsveit og umboðsmönnum þeirra að undirrita samning um að engum af þeim sé leyft að segja einhvað um Tarju eða Marcelo, eða neitt sem tengist þeim, án skriflegs leyfis frá Marcelo. Svona tegund af samningi myndi koma í veg fyrir útgáfu á Nightwish-bókinni, sem á að koma út þetta vor einnig.
”Okkur fannst þetta tilboð mjög skrítið og áttuðum okkur snemma á því að svona samning væri ekki hægt að skrifa undir. Við getum ekki gert svona samninga,“ sagðir Riku Pääkkönen í grein í Iltalehti. Það yrði 250000 evra segt fyrir að brjóta þennan samning.

Tónleikarnir í Hartwall-Arena verða brátt gefnir út á dvd og sem plata. Til að gera það verða allir aðilar að vera samþykktir og vegna þessa óheppilegu vandræða virðist vera erfitt að fá einn meðlim til að skrifa undir.

Í versta falli verða finnskir aðdáendur að panta sitt eintal af dvd disknum utan Skandinavíu.

”Kannski getur fólk séð þetta sem annað í dæmi um hvernig er komið fram við aðdáendurnar…“ sagðir Tuomast í Iltalehti greininni.”

Tarja hefur formlega gengið yfir strikið. Eins og það hafi ekki verið nógu vont og heyra hvernig hún kom fram við aðdáendur en núna hefur hún formlega sýnt að hún beri enga virðingu fyrir einum né neinum, hvort sem það eru aðdáendurnir, fólkið sem kom henni þangað sem hún er núna eða fyrrverandi hljómsveitarmeðlimina. Með þessu er hún að koma í veg fyrir að þeir tjái sig um hlut sem að hún hefur þegar tjáð sig fullt um og ætti ekki að voga sé að banna þeim að gera slíkt hið sama.

Annars er það að frétta af NW að Tuomas hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að núna, þegar 3 mánuðir séu liðnir síðan tónleikarnir voru haldnir í Hartwall Arena og Tarja var rekin, séu hlutirnir loksins að kólna niður. 14 ný lög hafa verið skrifuð en allir hljómsveitar eru einnig uppteknir í sínum eigin verkefnum. Hann bætir því einnig við að það hafi ekki verið ákveðið hver sé nýi söngvarinn en að aðdáendur eigi ekki að trúa neinu nema það komi fram á heimasíðunni, en miklir orðrómar hafa verið um líklega umsækjendur en langlífasti orðrómurinn var líklega um að söngkonan og goth-módelið Lady Angellyca, sem að er núna söngkonan í Forever Slave hafi verið líklegust til að verða ný söngkona Nightwish en nú virðist að ekkert hafi verið til í þeim orðrómi.