Fréttir úr hardcore heiminum... Biohazard
Hljómsveitin Biohazard sendir frá sér diskinn Uncivilization þann 10. september næstkomandi. Platan verður gefin út á sama tíma í bæði bandaríkjunum og evrópu.

Will Haven & Shai Hulud
Hljómsveitirnar Will Haven og Shai Hulud stefna báðar á að gefa út nýja diska í lok október mánaðar. Diskurinn með Will Haven hefur fengið nafnið Carpe Diem eins og áður hefur komið fram í fréttum en Shai Hulud diskurinn er enn á nafns.

Snapcase
Von er á nýrri Snapcase plötu snemma á næsta ári. Hljómsveitin er að semja efni þessa dagana og ætlar að öllum líkendum að fara í hljóðver fyrir lok ársins.

Caliban
1. september er von á evrópska metalcore bandinu Caliban til Bandaríkjanna. Hljómsveitin vonast ef að allir áhugasamir um tónleikahald með bandinu hafi samband svo að þeir geti spilað á sem flestu stöðum á þessum 2 vikum sem bandið ætlar að ferðast um kanaríki.

God Forbid
Hljómsvietin God Forbid mun taka þátt í heljarinnar tónleikaferðalagi um bandaríkin ásamt Vision of Disorder og Nothingface í ágúst mánuði. God Forbid er eins og stendur í tónleikaferðalagi með Stampin' Ground, en stefnir á Cradel of Filth og Nile túr áður en spila með VOD og Nothingface í ágúst.

Nora
Von á nýju Nora plötunni 14. ágúst nækstkomandi. Platan, “Loser's Intuition”, er að sjálfsögðu gefin út af Trustkill útgáfunni.

Poison The Well
Poison The Well er tilbúnir með fullt af nýju efni fyrir næstu plötu, en upptökur eiga að hefjast í nóvember. Það er Jermey Staska sem mun taka upp gripinn með þeim, en hann sá einniug um diskinn “Opposite Of December” sem bandið gaf út. Það verður að öllum líkendum Jakob Bannon (úr Converge) sem mun sjá um útlitshana coverið á disknum. Hljómsveitin ætlar sér að spila á Goodlife sumar hátíðinni í þessum mánuði.