Opeth Opeth er framsækin “death”-metal hljómsveit frá Svíþjóð.

Opeth bætir framsæknum þáttum við músíkina sína , með kassagítar , hreinum söng og
áhrifum frá djass- og blús tónlist.
Skemmtileg staðreynd um hljómsveitina , er að söngvarinn Mikael Åkerfeldt sér alfarið um sönginn , þ.e. hreina sönginn og “urrið” (death-growl) sem að einkennir flestar death-metal hljómsveitir.

Nú , vegna þessara viðbóta við tónlist þeirra , eru þeir ekki sagðir fylgja death-metalnum , eða neinum öðrum flokki. Annað dæmi sem skilur Opeth frá death-metal eru textarnir þeirra sem er ekki nærri því jafn grófir og hjá öðrum death-metal böndum , og innihalda oft ljóðræn þema um fegurð sársaukans.

Nafnið “Opeth” var tekið úr bókinni “Sunbird” eftir rithöfundinn Wilbur Smith og var upprunalega stafsett “Opet”. Í bókinni , er Opet borg tunglsins.


Sagan

David Isberg stofnaði Opeth í Stokkhólmi árið 1990. Isberg bauð Mikael Åkerfeldt inngöngu í hljómsveitina sem bassa-leikari , en gerði þau mistök að segja hvorki þáverandi bassa-leikara , né hinum meðlimum fréttirnar. Þeir hættu allir í hljómsveitinni nema Isberg , og Åkerfeldt gekk til liðs við hann skömmu seinna eftir að hljómsveitin sín Eruption var byrjuð að leysast upp.
Með Åkerfeldt sem gítarleikara , Isberg söngvara , og aðra meðlimi , gekk Opeth ekki vel.

Í þörf fyrir fleiri meðlimi , gekk langtíma-vinur Åkerfeldt , og fyrrum trommuleikari Eruption , Anders Nordin til liðs við þá. Einnig komu Nick Döring sem bassa-leikari og Andreas Dimeo sem annar gítar-leikari inn.

Þetta “lineup” æfði í grunnskóla , með gömlum búnaði sem þeir höfðu fundið , og entust ekki nema í rúmt ár , og spiluðu aðeins einu sinni opinberlega.

Eftir það , þá hættu þeir Nick Döring og Andreas Dimeo , og inn komu Kim Pettersson og Johan DeFarfalla. Þeir stöldruðu stutt við , og strax eftir fyrsta “show-ið” , hætti Johan DeFarfalla (átti eftir að snúa aftur 1994). Kim Pettersson hélt áfram í eitt “show” í viðbót og hætti svo árið 1991.
Inn kom enn einn meðlimurinn , Peter Lindgren.

David Isberg sagði skilið við hljómsveitina í byrjun ársins 1992 vegna sköpunar-ágreinings
og þar sem að Mikael hafði reynslu sem söngvari frá því hann var í Eruption , varð hann nýi söngvari hljómsveitarinnar og byrjaði þegar í stað að semja nýtt efni ásamt Peter Lindgren.

Þeir Mikael Åkerfeldt , Anders Nordin og Peter Lindgren spiluðu aðeins þrír saman í meira en ár , en fundu á endanum bassa-leikara að nafni Stefan Guteklint sem átti eftir að spila með þeim í ár eða svo.

Jæja , eftir að hljómsveitin fékk samning hjá Candlelight Records , ráku þeir Stefan Guteklint.
Þeir tóku upp sína fyrstu plötu , Orchid , árið 1994 með Johan DeFarfalla sem bassaleikara.
Eftir það varð hann aftur meðlimur í hljómsveitinni.
Candlelight Records gáfu út frumraun sína árið 1995. Árið 1997 var hún svo gefin út í Bandaríkjunum af Century Media Records. Opeth sjálfir sáu um framleiðsluna.

Önnur plata Opeth , Morningrise , var tekin upp í mars-apríl árið 1996 og gefin út sama ár.
Platan inniheldur 5 lög , allt frá 10 mínútum , til 20 í lengd.
Fyrsta hljómleikaferðalag Opeth um Evrópu , fylgdi Morningrise. 26 daga ferðalag ásamt hljómsveitinni Cradle of Filth.
Eftir ferðalagið , var Johan DeFarfalla rekinn og Anders Nordin hætti og flutti til Brasilíu.
Morningrise , inniheldur lagið “Black Rose Immortal” , sem er lengsta lag hljómsveitarinnar , eða 20 mínútur og 14 sekúndur á lengd.

Þriðja plata þeirra , My Arms , Your Hearse , kom út 1998 og bættist þá Martin Lopez (sem yfirgaf aðra sænska hljómsveit ; Amon Amarth) í hópinn sem trommuleikari.
Stuttu fyrir upptökur á þessari plötu gekk vinur Martin Lopez , Martin Mendez einnig til liðs við þá sem bassaleikari en vegna tímaskorts , þá spilaði Mikael Åkerfeldt á bassann á þessari plötu.

Þessi uppstilling (Åkerfeldt, Lindgren, Lopez, Mendez) er enn sú sama í dag ásamt einum nýjum meðlim ; Per Wiberg.

My Arms , Your Hearse sýndi breytingu í stíl þeirra. Í stað 10+ mínútna laga eins og á Morningrise , inniheldur þessi plata styttri lög.
Þessi plata var sú síðasta sem Candlelight Records gaf út.

Fjórða plata þeirra , Still Life , kom út árið 1999 , gefin út af Peaceville Records.

Fimmta plata Opeth , Blackwater Park , kom út árið 2001 , gefin út af KOCH Records.
Þessi plata fékk stórgóða dóma í Norður-Ameríku. Opeth fékk Steven Wilson úr hljómsveitinni Porcupine Tree til að framleiða plötuna og einnig til að syngja bakraddir og spila smá á kassagítar og píanó.

Sjötta plata Opeth , Deliverance , einnig framleidd af Steve Wilson og gefin út af Peaceville Records komst inná Billboard magazine topp 100 listann.
Deliverance , er ein af þyngri plötum Opeth.

Sjöunda plata Opeth , Damnation , var tekin upp á sama tíma og Deliverance. Þessi plata inniheldur einungis framsækið rokk og er laus við allt “death-growl”.

Mikael Åkerfeldt tileinkaði Deliverance og Damnation ömmu sinni , sem að dó í bílslysi meðan á upptökum stóð.


Opeth fór aftur í stúdíó-ið 15. mars 2005 til að taka upp næstu plötu þeirra , sem fengið hefur nafnið “Ghost Reveries” sem ætti að koma út 30. ágúst næstkomandi.




Þetta var svona yfirlit yfir þessa stórgóðu hljómsveit og þakka ég fyrir mig.