Arch Enemy Í tilefni því að Nýji Arch Enemy Diskurinn “Doomsday Machine” kemur í búðir um alla evrópu á næstuni [amk. fyrir jól], þá ætla ég að fjalla aðeins um fyrri verk hljómsveitarinnar 

Arch Enemy er sænsk Melódísk Dauða málms [Melodic Death Metal = Gautarborgar Metall = MDM] hljómsveit, sem hefur verið starfandi í tæp 10 ár.
Hljómsveitin var skipuð af fyrrverandi gítarleikara Grindcore/Gore hljómsveitarinnar Carcass og fyrstu [alvöru] Doom Metal hljómsveit jarðríkis, Candlemass.
Sá gutti ber nafnið Michael Amott.
Michael og bróðir hans Christopher stofnuðu hljómsveitina Arch Enemy í kringum 94 – 95 og gáfu út sinn fyrsta disk “Black Earth” árið 96. Hann fékk strax mjög góðar móttökur, og má þess geta að Allmusic.com gefur honum 4/5.

En það var fyrst í kringum árið 2000 þar sem þessi hljómsveit náði athygli minni að fullu þegar þýska úberbeibið Angela Gossow tók við af hinum frekar leiðinlega og fyrirsjáanlega Johan Liiva, sem söngkona sveitarinnar.
Enda er ég viss um að Angela og Mikael Akerfieldt[Opeth, Bloodbath] eru það tvennt besta sem gerst hefur fyrir Core söng síðan Mikael Stanne var upp á sitt besta á “The Gallery” með hljómsveitinni Dark Tranquillety, en það er að sjálfsögðu aðeins mín skoðun.

Arch Enemy fengu mikla athygli fyrir að geta höfðað til svo stór hóps, bæði In Flames gelgjum auk þeirra sem voru komnir á “Hreinari” slóðir innan Death Metals, semsagt farin í það sem kallast “Pure Death Metal” sem er öllu heldur harðari og ómelódískari heldur en hinn Melódíski Death Metal.
Þau eru meðal annars undir hörðum áhrifum frá Iron Maiden, sem heyrist oft í gegnum alla keyrlsuna ef maður hlustar nógu vel, auk þess að þeim hefur oft verið líkt við Iron Maiden Death Metalsins.

Árið 2001 gáfu Arch Enemy út disk sem hét “Wages Of Sin” og er hann einn besti Melodic Death Metal Diskur í sögu senunar.
Það var fyrst þá, með Angelu um borð, sem Arch Enemy sýndi hvað MDM getur verið aðlaðandi án þess að missa allt Edge. Slagarar á borð við Enemy Within, Ravenous og Shadows And Dust voru blastaðir á öllum Evróskum Metal-Útvarpsstöðvum svo um duglega nauðgun mætti ræða.
Samt voru þeir slagarar aðeins ísmolin sem á faldna jöklinum undir hafinu [líkt og sá sem Titanic stímdi á], því diskurinn hefur að geyma ógleymanleg MDM meistaraverk sem munu í tíma fá þá viðurkenningu sem þau egia skilið, eins og Savage Messiah og Dead Bury Their Dead.

Árið 2003 gáfu þau út annan disk sem hét “Anthems of Rebellion” Sem var ekki síðri en “Wages Of Sin”. Hann var öllu melódískari á köflum og á jafnvel aðeins auðveldara að höfða til hins almenna hlustanda, með Hit lögum á birð við We will Rise, Dead Eyes See No Future og Instinct.
En rétt eins og með fyrri disk sveitarinnar, þá eru það fölldnu demantarnir sem skína skærst. Lagið Dehumanization situr eftir endalaust eftir nokkrar hlustanir og Despicable Heroes er með eina mestu brutal byrjun sem ég hef heyrt í Melódískum Death Metal. Svo taka þau einnig instrumental tribute til “Dead Eyes See No Future” með laginu “Marching on a Dead End Road” sem er lína úr fyrrnefndu lagi.

Ég gef báðum diskum hiklaust 4/5 og mæli eindregið með þeim fyrir þá sem eru mikið inn í M Death metal auk þeirra sem eru að byrja. Því þetta er alls ekki slæmur staður fyrir byrjendur og ég hlakka mikið til í að næla mér í “Doomsday Machine” Þegar hann kemur núna á næstuni :)

Crestfallen