Ark - Burn the Sun Fyrir þá sem ekki þekkja þessa frábæru sveit, þá er vert að minnast aðeins á þá hérna.

Fyrir tveimur árum (1999) gaf sveitin út sína fyrstu plötu sem hét einfaldlega Ark. Þessi plata fékk allstaðar góða dóma þrátt fyrir að um væri að ræða bara demó sem vandað var aðeins til.

Núna um þessar mundir eru þeir aftur á móti að gefa út sína fyrstu “alvöru” plötu, sem nefnist Burn the Sun. Í stuttu máli:

“Their new album is one of great diversity and interest that will appeal to fans of metal, hard rock and progressive music as they fuse instrumental diversity with soulful, searing vocals to produce epic tracks with vast melodies. ” tekið af heimasíðu þeirra, www.arksite.com

Þeir sem ég þekki sem hafa hlustað á þessa plötu núþegar, eru þegar byrjaðir að segja þetta plötu ársins 2001, og árið þó rétt byrjað.

Hið norska metaltímarit Scream Magazine gaf plötunni t.d. 6 stig af 6 mögulegum, með þessari umsögn: http://www.arksite.com/review08.html

En, eins og alltaf, orð segja ekkert, ef maður getur ekki heyrt tónlistina, og því er hér einn mp3 af plötunni:

Ark - Resurrection mp3 (hlustið vel á endann á laginu):
http://www.lasercd.com/Merchant/lasercd/soundfiles/resurrection.mp3

Kíkið á þetta.

Þorsteinn
Resting Mind concerts