Metallica - S&M Eftir að hafa verið komnir í þrot með nýtt efni en samt sem áður búnir að skapa sér nafn sem brautryðjendur í bæði Thrash, speed og modern good´ol boy metal var kominn tími til að gera eitthvað nýtt.

Þeir settust niður og veltu því fyrir sér hvað hægt væri að gera skemtilegt með þetta dót sitt allt saman og ákveðið var að spjalla við Michael Kamen. Kamen þessi var nú enginn nýgræðingur, frægur fyrir að hafa stofnað “The New York Rock & Roll Ensemble” sem blandaði saman pop tónlist og fusion klassískri tónlist og á árunum 1968-73 gerðu 5 plötur sem allar nutu mikillar virðingar og heillaði hann marga upprú skónum (eða sandölum, sem voru mjög vinsælir á hippatímanum). Einnig hafði hann stjórnað David Bowie á “Diamond Dogs” túrnum og gert tónlist fyrir margar bíómyndir. Ber þar helst að nefna meistaraverk Terry Gilliam (Monty Python) “Brazil” og “Die Hard”, “Leathal Weapon” ofl.
Einnig gerði hann “Everything i do(i do it for you) með Bryan Adams fyrir myndina ”Robin Hood: The prince of thieves“ og ”All for Love“ með Adams og Rod Stewart og Sting fyrir myndina ”The Three Musketeers“. Sem sagt mikill poppari….;)

Ákveðið var að setja sinfóníu hljómsveit San Fransisco og Metallica saman í einn sal og blasta Metallica lög í botn.

Útkoman varð ”S&M“ sem kom út 1999

Track Listi:

1. The Ecstasy of Gold (Morricone) - 2:30
2. The Call of Ktulu (Burton/Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 9:34
3. Master of Puppets (Burton/Hetfield/Mustaine/Ulrich) - 8:54
4. Of Wolf and Man (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:18
5. The Thing That Should Not Be (Hammett/Hetfield/Ulrich)7:26
6. Fuel (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:35
7. The Memory Remains (Hetfield/Ulrich) - 4:42
8. No Leaf Clover (Hetfield/Ulrich) - 5:43
9. Hero of the Day (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 4:44
10. Devil's Dance (Hetfield/Ulrich) - 5:26
11. Bleeding Me (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 9:01
12. Nothing Else Matters (Hetfield/Ulrich) - 6:47
13. Until It Sleeps (Hetfield/Ulrich) - 4:29
14. For Whom the Bell Tolls (Burton/Hetfield/Ulrich) - 4:52
15. Human (Hetfield/Ulrich) - 4:19
16. Wherever I May Roam (Hetfield/Ulrich) - 7:01
17. Outlaw Torn (Hetfield/Ulrich) - 9:58
18. Sad But True (Hetfield/Ulrich) - 5:46
19. One (Hetfield/Ulrich) - 7:53
20. Enter Sandman (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 7:39
21. Battery (Hetfield/Ulrich) - 7:24

Ég held að það sé óhætt að segja það þetta hafi tekist alveg ágætlega, þó að persónulega hlusti ég aldrei á þennan disk og það fer í taugarnar á mér þegar ég heyri mörg lögin þarna.
Til dæmis fer ”Master Of Puppets gersamlega í stöng og framhjá þó að flestir telji það vera hápunktur þessara tónleika, “Nothing Else Matters” er hörmung í þessari útfærslu og svo mætti lengi telja. Hins vegar þá batna þarna nokkur lög, “Fuel” til dæmis lifnar aðeins við sem og finnst mér “The Call of K´tulu” vera svona lala en alls ekki nálægt orginalinum.
Besta lagið finnst mér án efa vera “No Leaf Clover” þar sem maður hefur aldrei heyrt það í annari útgáfu og skemmir þessu útgáfa því ekki hina gömlu (sem er ekki til).

Credit Listi:

Bob Rock - Producer, Engineer
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Vocals, Producer
Jason Newsted - Bass
Lars Ulrich - Drums, Producer
Chris Boardman - Orchestration
Michael Kamen - Arranger, Conductor, Producer, Liner Notes, Orchestration
Sinfóníu hljómsveit San Fransisco


Vissulega standa þessir menn sig með prýði, þeir ná að mixa þessu öllu saman í þokkalegann graut. Þó svo að það sé ekki erftitt að finna útgáfur af E5 A5 C5 og D5 fyrir fiðlur og allt það. Sinfóníhljómsveitinni, hefur varla fundist þetta vera mikið challange og sennilega gert þetta með einari (hendi þaes) stendur sig þokkalega.
Söngur James hins vegar er ömurlegur, til dæmis í “Nothing Else Matters” er hann hörmulegur. Það er allur kraftur og aggressíva farin úr röddinni hans og reyndir hann að bæta það upp með því að urra og hlægja með kvikyndislegum hætti inná milli, sem heppnast reyndar merkilega vel..:)
Allir hinir eru bara að gera það sem þeir gera venjulega og gera það líka bara nokkuð vel. Enda búnir að vera að gera það í 20 ár, þakka skyldi að þeir séu að vinna fyrir kaupinu sínu.

Ég viðurkenni að þetti hefði sennilega verið miklu geggjaðara ef maður hefði verið á tónleikunum, því jú, ekkert jafnast á við góða sinfóníu tónleikar…..tala nú ekki um ef metal er mixað inní, en hérna heima inní stofu þá eða í sjónvarpi þá er þetta ekki að gera sig.

Ég gef henni *** af *****

Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!