1. Freak
2. Toltec 7 Arrival
3. Starchildren
4. Taking The Queen
5. Dark Side Of Aquarius
6. Road To Hell
7. Man Of Sorrows
8. Accident Of Birth
9. The Magician
10. Welcome To The Pit
11. Omega
12. Arc Of Space

Eftir Skunkworks (1995) sem fékk dræmar viðtökur þurfti Bruce Dickinson að taka sig á. Þá kom hann með þessa líka mögnuðu plötu.
Accident Of Birth er í alla staði frábær.

Freak: Flottur opnari, gítarriffinn og allt er til fyrirmyndar. Þegar ég heyrði þetta lag í gegnum hátalarana þá vissi ég strax að þetta væri byrjunin á einhverju rosalegu, og ekki skjátlaðist mér þar. Þeir sem eru mikið fyrir “headbang” þá er þetta tilvalið lag. Ástæðan fyrir því að þetta lag fær 9,5 er sú að það er ekki nógu langt 

Toltec 7 Arrival: Ég veit nú ekki alveg hvort hægt sé að kalla þetta lag, í rauninni er þetta intro fyrir Starchildren. 8,5

Starchildren: Að mínum mati slakasta lagið ef það má kalla það slakt, þar sem það er alveg þrusu flott. Það er bara viðlagið sem ég er ekki alveg að fíla. En það er bara mín skoðun. Gítarleikur er magnaður flott sólo allt sem gott rokklag prýðir. 8,0

Taking The Queen: Váá..kassagítarinn í byrjuninni er dáleiðandi, það get ég sagt ykkur. Það mætti kalla þetta lag “power” ballöðu. Ásríðufullt sólo er einkennandi fyrir lagið. Mjög flott hvernig það tengir saman næstalag. 10,0

Dark Side Of Aquarius: Eitt flottasta lag plötunnar, byrjar svipað og Taking The Queen endar. Gítarleikurinn hjá Roy Z og Adrian er ólysanlegur. Þetta er lag sem allir verða að heyra.
Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri þetta:

”Here come the riders
As the wheel of dharma running out of time

Þetta lag fær 10,0


Road To Hell: Þetta lag er mjög ávanabindandi, algjört “headbang” lag. Lagið hefur allt sem gott rokklag hefur upp á að bjóða. En samt sem áður vantar aðeins upp á það. Þeir sem ekki hafa heyrt þetta lag, endilega drífið í því. 9,5

Man Of Sorrows: Enn eitt lagið sem flokkast gæti undir klassík. Lag þetta er í rólegri kantinum en gæti ekki kallast ballaða. Einnig er virkilega sniðugt að hafa cello í laginu. Eitt af bestu lögum plötunnar. 10.0

Accident Of Birth: Þyngsta lagið á plötunni. Ég er akki alveg að sætta mig við byrjunina á laginu en því sem lengra dregur á lagið því mun betra verður það.
Ekki mikið um þetta lag að segja. 9,5

The Magician: Vááá….eitt af mínum uppáhalds. Asskoti flott lag. Ég trúði varla mínum eigin eyrum yfir því sem kom út úr hátölurunum. Að mínu mati þriðja besta lag plötunnar. 10,0

Welcome To The Pit: Annað headbang lag. Ekki alveg eins góð og hin en helvíti gott alveg. Ég get ekki sagt annað en þetta og 9,0.

Omega: Jæja.. glæsilegt lag. Besta lag plötunnar. Ætla ekki að segja meira og þarf ekki að segja meira. 10,0

Arc Of Space: Svona á að enda plötu. Rólegt lag, flott sólo, flottur texti, flott lag!
Fjórða besta lag plötunnar. Ég hef ekkert meira að segja!
10,0

Heildareinkunn: 8,6.

Invader.