Death - Leprosy Jæja halda nú áfram skrif mín um goðin og frumkvöðlana í Death.

Ári eftir að þeir gáfu út “Scream Bloody Gore” gáfu þeir út plötuna “Leprosy”.

Þegar hér er komið við sögu er meistari Chuck búinn að fá til sín töluvert þéttari og betri mannskap á hljóðfærin.

credit listi

Bill Andrews - Drums
Scott Burns - Engineer
Terry Butler - Bass
Mike Fuller - Mastering
Danny Johnson - Producer
Chuck Schuldiner - Guitar, Vocals
David Bett - Art Direction
Frank White - Photography
Edward Repka - Artwork
Rick Rozz - Guitar

Það er áberandi meiri “pro” stíll yfir “leprosy”. Lögin eru flóknari og “fallegri” ef svo má að orði komast. Öll lögin innihalda rólega melódíska kafla, hraða sóló kafla, grípandi viðlög og ýmislegt í fleira í þeim dúr.

Allur hlóðfæraleikur er til fyrirmyndar fyrir utan kanski gítarleik Rick Rozz, sem seint verður talinn flinkur held ég….

Trommuleikurinn er áberandi mikið betri en á “Scream Bloody Gore”, enda Bill Andrews mjög hraður og fær trymbill.

Textarnir eru líka áberandi betri, meira þroskaðir. Hér er Chuck farinn að semja meira pólitíska og kanski svolítið dramatískari texta. Hann er hættur að tala um nágengla með öxi að hakka fólk í spað og farinn að rymja um menn sem eru tengdir vélum sem halda í þeim lífinu sbr “Pull The Plug”, og sjúkdóma sem munu herja á þér og drepa þig sbr “Leprosy”.

Track listi

1. Leprosy (Schuldiner) - 6:19
2. Born Dead (Rozz/Schuldiner) - 3:25
3. Forgotten Past (Rozz/Schuldiner) - 4:33
4. Left to Die (Rozz/Schuldiner) - 4:35
5. Pull the Plug (Schuldiner) - 4:25
6. Open Casket (Rozz/Schuldiner) - 4:53
7. Primitive Ways (Rozz/Schuldiner) - 4:20
8. Choke on It (Rozz/Schuldiner) - 5:54

Platan byrjar á titil laginu “Leprosy”, ágætt lag sem óneitanlega virkar mjög langt, þó að það sé ekki nema 6:19 mín. Sennilega er það af því að það er enginn áberandi flottur kafli í laginu. Lögin sem fylgja í kjölfarið eru mjög svipuð en platan nær áberandi hámarki með laginu “Pull The Plug” sem er eitt það besta dauðarokkslag sem greinarhöfundur hefur heyrt og “Open Casket” sem fylgir í kjölfarið. Byrjunar riffið í “Pull The Plug” grípur mann strax, hægt og með “harmony bend” á gítarnum og mjög vel saminn texti með drungalegum söng/rym gerir lagið að tærri snilld.

Lögin sem fylgja í kjölfarið falla áberandi í skuggann á þessum 2 lögum og nær hún ekki að koma sér á flot eftir það.

Þessi plata fær nú alltaf góða dóma hvar sem hún er dæmd, en IMO þá er hún ekki meistaraverk, heldur góður kynnir á því sem seinna skyldi koma.

Ég gef henni *** af ***** mögulegum.

Takk fyrir.
ibbets úber alles!!!