Pain of Salvation í Babylon í kvöld Hljómsveitin Pain of Salvation, sem ég hef verið að plugga svona eitthvað hérna á þessum síðum, verður í viðtali í kvöld í þáttinum Babylón á Radio-X. Auk þess verður tónlist þeirra nokkuð spiluð, þannig að ef þið eruð ennþá ekki búin að kynna ykkur tónlist þeirra, þá er tækifærið hérna.

Auk þess er ekki úr vegi að vísa á Moggann í dag (miðvikudag 21. feb), Moggann á sunnudaginn (18. feb) og síðasta Fókus (fös. 17. feb) fyrir greinar og viðtöl við bandið.

Ég hef reyndar scannað fyrstu tvö viðtölin og lagt þau hingað:
http://www.islandia.is/shogun/mogginn.jpg
http://www.islandia.is/shogun/fokus.jpg

Eins og fyrr, þá er heimasíða tónleikanna á slóðinni http://www.islandia.is/shogun og þar er hægt að nálgast nokkrar mp3 skrár frá bandinu.

Kveðja,
Þorsteinn

P.s. myndin sem fylgir með er af annarri plötu þeirra, One Hour by the Concrete Lake
Resting Mind concerts