Ég hef svona verið að velta því fyrir mér þessa skilgreiningu á þessu harðkjarnahugtaki sem er svo vinsælt að nota í dag. Ég hef nú hlustað á þungarokk, allt frá léttu melódísku hardrokki, upp í það sem gæti verið talið extreme metal.

Ég er búinn að vera búsettur úti í Danmörku í nokkurn tíma og kom heim aftur núna í desember og verð mjög svo hissa á að uppgötva að þungarokkið skyldi vera orðið svona vinsælt aftur hérna uppá klaka. Ég kynnti mér náttúrulega það sem var að gerast, hef kynnt mér það sem Mínus hefur verið að gera og önnur bönd hjá Dordingli (síðunni þeirra). Nú hef ég vanist því að hugtakið Hardcore Metal hafi verið notað yfir hljómsveitir eins og Biohazard, Pro-pain og aðrar slíkar, en einmitt orðið Grindcore yfir tónlist eins og Mínus og fleiri af þessum nýju íslensku hljómsveitum. Ég held að enginn geti mótmælt því að Mínus er mörgum sinnum harðari en Biohazard (í það minnsta miðað við það sem ég hef heyrt með þessum hljómsveitum).

Er þetta einhver einföldun hjá upphafsmönnum þessarar íslensku þungarokksbylgju (ef einhverjir séu) að kalla þetta Hardcore en ekki Grindcore??

Þorsteinn

p.s. Minni á tónleikana með Pain of Salvation í næstu viku á Kaffi Reykjavík…
Resting Mind concerts