Nýr Bassaleikari MetallicA Jæja, loksins er kominn nýr bassaleikari í MetallicA eftir að Jason Newsted hætti fyrir tveimur árum, nýji bassa leikarinn heitir Rob Trujillo og er víst hörkugóður á hljóðfærið =P

Hann hefur verið í hljómsveitum eins og Suicidal Tendencies sem spilaði hardcore/metal sem hefur oftar en einu sinni verið á tónleikaferðalagi með MetallicA og kynntust Rob og MetallicA fyrst á “Nowhere Else To Roam” túrinum um evrópu árið 1993.

James Hetfield segist muna þegar MetallicA, Suicidal og Danzig voru á “Summer Shit” túrinum '94 hvað hann var mjög ákafur og eins og hann sagði, skrímsli á bassann. Hann færir okkur styrk í bandið og gerir okkur jafnvel betri, segir James.

Rob var líka heilinn á bak við Infectious Grooves, hljómsveitina sem hann og aðal söngvari Suicidal, Mike Muir stofnuðu. Sú hljómsveit gaf út hinn klassíska disk, “Plague That Makes Your Booty Move”, síðan byrjaði hann í hinni frábæru hljómsveit, Ozzy Osbourne (ef ég skildi þetta rétt).

Hann segir að Ozzy, Sharon, Zakk, Mike Bordin, allt hitt liðið og fjölskyldan hans skiptu hann öllu máli í lífi hans. Hann er líka mjög spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við MetallicA, sagði Rob Trujillo.

MetallicA hefur mjög lengi í leit af nýjum bassaleikara. Það sem þurfti var náttúrulega að vera góður bassaleikari en líka var mjög nauðsynlegt að hann myndi passa vel inní hópinn.

Þegar Rob kom til San Francisco og spilaði aðeins með okkur fundu þeir alveg ólýsanlega töfra á milli okkar fjagra, eitthvað sem þeir gátu ekki lýst en þeir bara vissu þetta.

Lars Og Kirk (og örugglega james líka) eru mjög ánægðir með að vera komnir með bassaleikara, vera heil hljómsveit á ný, það er alveg frábært segja þeir.

Og þá eru þeir orðnir fjórir á ný, eins og þið voruð að lesa (ef þið nenntuð því) og þá er bara að bíða eftir nýja disknum, St. Anger sem kemur út fljótlega… en það er eitt sem ég varð fyrir miklum vonbrigðum með, það er um það hverjir verða á tónleikaferðalagi með þeim í sumar… Limp Bizkit og Linkin Park en svo eru tvær aðrar sem bæta það upp finnst mér, Deftones og MuDvAyNe.

Kveðja, PuRiTy.