Hér kemur svo smá meira um dönsku senuna frá mér. Ég bjó úti í DK í fjögur ár og kynntist nokkuð af henni sem ég vildi nefna hér. Ég ákvað að hafa þetta part A hjá mér svo Hjalti geti haldið áfram að skrifa Part 3..4.. o.s.frv.

Low Down, http://www.lowdown.dk
Þessi sveit er mér mjög kær, enda ein af þeim sveitum sem ég uppgötvaði live á tónleikum þarna úti. Þessi sveit er skipuð aðeins þremur meðlimum, sem er í raun alveg nóg, því gítarleikarinn syngur einnig. Hann er einmitt eitt af því besta við þessa sveit, því hann er með mikla rödd og hefur oft verið nefndur Warrel Dane Danmerkur. Þess má geta að hann syngur einnig í melódísku dauðarokkssveitinni Mercenary (sjá hér að neðan) sem clean söngvari.

Tóndæmi:
Choosing the Ring (heilt lag): http://www.lowdown.dk/promo2002/promo_02.mp3
Perfect Coloration (heilt lag): http://www.lowdown.dk/promo2002/promo_01.mp3
I follow (live, heilt lag): http://www.lowdown.dk/ifollowlive.mp3
Enigmatic Moods (live, heilt lag): http://www.lowdown.dk/enigmaticmoods.mp3


Mercenary , http://www.mercenary.dk
Tvímælalaust ein af allrabestu metal sveitunum í Danmörku um þessar mundir. Síðasta platan þeirra Everblack er líklega besta dauðarokksplata í mínu safni, kannski ekki sú þyngsta, en án efa sú sem inniheldur flest gæðalögin. Hrikalega catchy tónlist og hinir tveir söngvarar virka ótrúlega vel saman og skapa sér mjög sérstæðan samhljóm. Ég skrifaði umsögn um þessa plötu á dordingul síðuna og gaf henni 9,5/10. Sjá hér: http://www.dordingull.com/hardkjarni/review/plotudomur. php?n_id=319

Tóndæmi:
Seize the Night (heilt lag): http://www.mercenary.dk/download/Mercenary_-_Seize_the_ Night.mp3
Screaming For the Heavens (heilt lag): http://www.mercenary.dk/download/Mercenary_-_Screaming_ From_the_Heavens.mp3
Dead.com: http://www.mercenary.dk/download/Mercenary_-_Dead_Com.m p3


Beyond Twilight, http://www.beyondtwilight.dk
Þetta er sveit sem skartar hinum norska söngvara extraordinaire Jörn Lande, en er sköpunarverk hins danska Finn Zierler sem hélt til víðáttunnar í Afríku til að skrifa plötuna The Devil's Hall of Fame en hann lokaði sig af í hellum og sléttum álfunnar til að lifa sig alveg inn í sitt hlutverk. Jörn Lande er svo söngvari mikill og eftirsóttur í hinum melódíska metalheim, því hann er búinn að vera mjög busy síðustu árin og sungið inn á fleiri plötur en ég man eftir. The Devil's Hall of Fame er alveg ótrúlega góð og einstök plata, er í þessum melódíska hljómi, en samt ekki, því hún er nokkuð hæg og moody á köflum og hröð á öðrum.

Tóndæmi:
Hellfire: http://www.beyondtwilight.dk/mp3/high/1_hellfire.mp3
P erfect Dark: http://www.beyondtwilight.dk/mp3/high/7_perfect_high.mp 3
Devil's Hall of Fame: http://www.beyondtwilight.dk/mp3/high/6_tdhof.mp3
Shad owland: http://www.intromental.com/beyondtwilight/beyondtwiligh t.mp3


Chrome Shift, http://www.chromeshift.dk
Þetta er tiltölulega nýstofnuð hljómsveit en er samt skipuð gömlum reynslumiklum jálkum. Þetta er progressive metal í betri kantinum, greinilega undir áhrifum frá Dream Theater og jafnvel Ayreon og alveg augljóst að þessir gaurar vita hvað þeir eru að gera.

Tóndæmi:
Nightmachine: http://www.intromental.com/chromeshift/chromeshift.mp3
In My Own Dream: http://www.chromeshift.dk/01_In_My_Own_Dream.mp3
Resting Mind concerts