Mayhem Allir hafa sennilegast heyrt um “dauðarokks” hljómsveitina Mayhem, hvort sem maður er tala um hagfræðinga, strætóbílstjóra eða uppdópaða vandræða unglinga, en hljómsveitinn sem byrjaði sem cult death metal hljómsveit árið 1984 undir áhrifum frá bresku old-school rokkrunumVenom (og seinna Bathory og Hellhammer (sem síðar runnu í svissnesku thrash metal hljómsveitina Celtic Frost)), varð síðar all-alræmd fyrir að bera ábyrgð á mörgum kirkjubrennum í heimalandi þeirra, Noregi, snemma á tíunda áratugnum. Ekki nóg með það, heldur fyrir utan músikina eru Mayhem frægir fyrir að hafa komið af stað norsku black metal senuni í Noregi sem hefur leitt til dauða saklaus fólks, og stanslausa árása á kirkjur eftir að senan breiddist út. Einnig er Mayhem alræmdir fyrir mannát og morð innan hljómsveitarinnar.

Mayhem var stofnuð árið 1984, einu ári eftir að breska old-school black metal hljómsveitin Venom gaf út meistaraverkið sitt Black Metal, sem hafði mikil áhrif á stofnun Mayhem. Hljómsveitinn var stofnuð af gítarleikaranum Oysten Aarseth (betur þekktur undir nafinu Euronymous – sem er grískt orð sem þýðir prins dauðans), bassaleikarnum Necro Butcher, trommaranum Manheim og upprunalega söngvaranum sem gekk undir nafinu Messiah. Þetta fyrsta line-up Mayhem spilaði eitt gig árið ’85 og gaf út eitt demo einu ári síðar, sem hét “Pure Fucking Armageddon”, og kom út í 500 eintökum í kassettu formi í gegnum þeirra eigin plötufyrirtæki, Posercorpse Music. Sama ár hætti Messiah en í staðinn fyrir hann kom söngvarinn Maniac, og tók upp með hljómsveitinni mini-plötuna Deathcrush í febrúar ´87 en Deathcrush var fyrsta alvöru útgáfa Mayhem, sem kom út í vinyl-formi í 1000 eintökum, í gegnum Posercorpse Music aftur. Deathcrush var talin (á eftir nokkrum old-school black metal plötum) sú fyrsta mikilvæga black metal platan, á undan plötum eins og A Blaze In The Northen Sky með Darkthrone (’91), Pure Holocaust með Immortal (´93) og Transilvanian Hunger með Darkthrone (’94). Maniac spilaði eitt gig með Mayhem ´86 og eitt ´87 en hætti svo stuttu eftir að Deathcrush kom út, en platan seldist mjög hratt upp. Kaldhæðnislega séð, þá var Mayhem hljómsveitin sem allir höfðu heyrt um (allavegana í Noregi), en enginn, eða mjög fáir höfðu heyrt eitthvað með þeim, vegna hversu takmörkuð upplögin voru af því sem Mayhem gaf út. Sama ár hætti Manheim líka og þar með lauk fyrsta kafla í sögu Mayhem, en í byrjun sögðust Mayhem spila “Total Death Metal”, en seinna sagði Euronymous að Mayhem hafi alltaf spilað Black Metal frá upphafi.

Snemma árið ’88 réð Euronymous sænskan söngvara í hljómsveitina, sem kallaði sig Dead, vegna persónuleika hans, en Dead var haldin miklli þráhyggju fyrir að deyja og allt sem kemur nálægt dauða. Dead, sem hét réttu nafni Per Yngve Ohlin, var nýhættur í cult death metal hljómsveit frá Stokkhólmi, sem hét Morbid (en nokkrir meðlimir spila í hljómsveitinni Entombed núna) og hafði nýlokið upptökum á December Moon demoinu með Morbid. Áður en að Euronymous fékk trommaran Hellhammer, sem réttu nafinu heitir Jan Axel Blomberg (sem var einnig sænskur), seinna sama ár, var Dead þegar búinn að klára texta fyrir lögin Freezing Moon og Funeral Fog, ein þekktustu lög Mayhem og eftir að Dead gekk í hljómsveitina voru þeir hættir að semja lög sem hétu nöfnum eins og Necrolust, Deathcrush, Chainsaw Gutsfuck, Carnage, Ghoul og Pure Fucking Amrageddon, eins og sum af gömlu lögum þeirra hétu. Þetta line-up er talið hið klassíska Mayhem line-up, það er að segja Dead (söngur), Euronymous (gítar), Necrobutcher (bassi) og Hellhammer (trommur). Þrátt fyrir að flestir Mayhem aðdáendur telja þetta vera það besta line-up sem Mayhem hefur nokkurn tíma haft, tók hún aðeins upp nokkrar split plötur, og tvö lög fyrir einhvern safndisk árið 1990 (Freezing Moon og Carnage), og eitt gig í Leipzig, Austur-Þýskalandi í Nóvember, 1990. Upptakan (sem er mjög slöpp), var seinna gefin út á diski árið 1992, undir nafinu Live In Leipzig. Diskurinn er sennilegast ástæðan hvers vegna þetta Mayhem line-up er talið það besta, en þrátt fyrir léleg gæði er allt annað á disknum eins og það ætti að vera á alvöru live plötu. Dead og Euronymous voru sammála um hvernig hljómsveitinn ætti að spila á tónleikum, eins extreme og mögulegt var. Svínshausar á stikum, blóð, og í miðju setti skar Dead sig illa (viljandi) meðfram rifbeinum upp að brjóstkassa með brotinni flösku. Til eru fleiri bootleg upptökur með þessu line-up, eins og til dæmis Dawn Of The Black Hearts (gefinn út 1995) bootleg diskurinn, sem innihélt tónleika upptöku frá Sarpsborg, Noregi 1990, og nokkur cover lög, það er að segja Danse Macabre og Procreation Of The Wicked með Celtic Frost, og Welcome To Hell og Black Metal með Venom, en þessi cover lög voru tekin upp 1986 á tónleikum í Oslo. Dawn Of The Black Hearts er einn sá frægasti black metal bootleg sem hægt er að eiga, sérstaklega fyrir hversu sjaldgæfur hann er á VINYL (333 eintökum) eða á PICTURE DISC (666 eintökum) og líka fyrir coverið (kem að því síðar). Einnig eru til fleiri bootleg á borð við Out From The Dark (einnig gefinn út 1995), en Live In Leipzig er eina official útgáfan sem inniheldur tónleikaupptöku frá Mayhem þegar Dead var enn í bandinu. Eftir að hafa gefið út split disc með Darkthrone árið 1991 framdi Dead síðar sjálfsmorð og þar með endaði hann annan kafla í sögu Mayhem.

Þann 12. Apríl 1991 framdi Dead sjálfmorð á heimili hans, Euronymous og Hellhammers, með því að skjóta sig í hausinn. Euronymous kom að líki hans, hringdi í Hellhammer og þeir tveir fóru til að kaupa myndavél og tóku síðar myndir af honum þar sem hann lá með hálfan heilan lekandi út úr hausnum, en þessar myndir urðu síðar að coverinu fyrir Dawn Of The Black Hearts diskinn.Euronymous tók líka einhver brot úr heila hans og át þau, og tóku þeir líka brot úr hauskúpu hans og létu gera hálsfesti úr þeim. Margar ástæður voru gefnar upp hvers vegna Dead framdi sjálfsmorð (þunglyndi og annað tengt þunglyndi). Sumir segja jafnvel að Euronymous hafi drepið hann, en þótt að það sé hreinasta kjaftæði þá sagði Euronymous hvorki já né nei við því, vegna þess að hann vildi skapa sem mest af slúðri um hljómsveitina til að hún yrði ennþá alræmdari fyrir vikið. Sjálfsmorðið kom samt ekki mörgum sem Dead þekkti á óvart, vegna þess að sá eini sem hann gat talað við var Hellhammer, en hann var sjaldnast nálægt honum, svo hann sat bara inni hjá sér og varð meira og meira þunglyndur. Að sögn vina sina var hann líka náungi sem er mjög er erfitt að þekkja, jafnvel hinir meðlimir Mayhem þekktu hann ekki svo vel, og var hann stundum algjörlega fullur af furðulegum hugmyndum. Til dæmis hataði gaurinn ketti, svo eitt kvöldið komst köttur inn í húsið þeirra, svo hann tók upp hníf og byrjaði að elta köttinn út um allt húsið, svo að lokum drap hann köttinn. Þetta var hans hugmynd um hvernig ætti að fást við ketti. Einnig fannst í herbergi hans uppkast að bréfi til vinar síns þar sem hann var að segja frá árattu sinni fyrir snuff myndum (underground klámmyndum af grófustu gerð) :

”What i prefer in movies when the’re underground-produced or of the classical Horror sort – not “gore” but ESPECIALLY snuff, although i haven’t seen many snuff movies .. I like to research how one reacts when watching real deaths, or preferable real corpses (not on video…). A friend of mine who works in a morgue has told me that those used to work with preparing autopsies, after a long day’s or night’s work have to “return to reality” before they just can walk out from there to go home.”

Eftir að Dead framdi sjálfsmorð frestaði hann einnig upptöku fyrstu Mayhem plötunar til óákveðins tíma, þannig að Necrobutcher hætti í bandinu. Í lok ársins ´91 stofnaði þá Euronymous búð sem hét Helvete, í miðbæ Olso. Búðin seldi mest af black metal, en Euronymous neyddist líka til að selja death metal, honum til mikillar gremju, en í bókinni “Lords Of Chaos : The Bloody Rise Of The Satanic Metal Underground”, er hægt að nokkrar setningar eftir hann um allt trendið sem snýst um death metal og hvers vegna black metal verður að vera svona extreme, en hann útskýrir líka það sem eina ástæðuna fyrir því hvers vegna hann opnaði búðina Á meðan death metal hljómsveitir spiluðu á tónleikum í jogging-göllunum sínum, spiluðu black metal hljómsveitir með hvern meðlim þakin leðri, gadda ólum og með andlitið málað með corpse-paint. Það var slíkur áróður sem Euronymous stundaði sem kom að stað þessari miklu black metal bylgju í Noregi, en hún komst af stað í gegnum hann, og dreifiðist víðar, til dæmis til Svíþjóðar (Dissection, Abruptum), Þýskalands (Absurd) og Póllands (Graveland), því mestu leyti að þakka að hann opnaði búðina. Hann hafði sínar hugmyndir um hvernig ætti að reka black metal búð, en hann leigði mjög stórt pláss og hafði búðina svona 70% myrkvaða, en hann vildi láta fólk bera kyndla til að sjá plöturnar sem hann hafði til sölu. Þó að það varð aldrei úr þeirri hugmynd, laðaði búðin samt að sér mikla athygli, og notaði Euronymous líka búðina sem millilið fyrir plötufyrirtæki sitt, Deathlike Silence Productions (sem hafði á borðstólnum meðal annars thrash metal hljómsveitina Merciless, eins-manns verkefni Count Grishnack’s – Burzum, viking metal hljómsveitina Enslaved og sænska duoið Abruptum). Count Grishnack (sem hét réttu nafni Varg Vikernes) og Euronymous mynduðu mikil tengsl, og varð Burzum næstum því jafn stórt nafn í undirheimum senunar og Mayhem varð, en samt varð hann að láta sér nægja að dvelja í skuggum ímyndarinnar sem Mayhem hafði getið af sér. Stuttu eftir að maður sem var kallaður Stian Occultus (sem kom í staðinn fyrir Dead og Necrobutcher í stuttan tíma) hætti í Mayhem, gerðist Varg meðlimur í hljómsveitinni jafnvel meðan hann einbeitti sér ennþá að Burzum. Í langan tíma var Mayhem án söngvara, en hægt er að nálgast einn bootleg með Mayhem sem kallast From The Darkest Past, sem inniheldur sjö laga æfingu án söngs (með Euronymous á gítar, Varg á bassa og Hellhammer á trommur), þó meðmiklum erfðismunum og fyrir frekar hátt verð. Um þessar voru Mayhem mikið í sviðsljósinu, og voru þeir mikið að tala um árásir á kirkjur, en þeir gerðu líka ráð fyrir því að enginn mundi taka þá alvarlega – svo þeir þurftu að sína samfélaginu að þeim var dauðans alvara. Þann 6.Júni, 1992 brenndi Varg Vikernes Fantoft krkjuna í Noregi, eina elstu kirkju landsins. Hann gaf upp ýmsar ástæður fyrir því, til dæmis að kirkjan var byggð upp úr Horg (sem er heiðið altari), og þann 6.Júni 792 átti sér stað fyrsta víkinga-reið sem vitað er um í gjörvallri mannkynssöguni. Þrátt fyrir það tengdi pressan atvikið við satanisma, vegna þess að kirkjan var brennd þann 6/6, á föstudegi sem er sjötti dagur vikunar. Margar aðrar kirkjur voru brenndar af black metal aðdáendum í Noregi það ár. Í Lords Of Chaos bókinni er hægt að lesa viðtal við þá sem tengdust Euronymous í gegnum black metal á þessum tíma, og einn af þeim var fyrrverandi-Emperor trommarinn og núverandi Dissection trommarinn Bard “Faust” Eithun. Í viðtalinu segir hann frá einu atviki þegar hann, Varg Vikernes og Euronymous keyrðu upp á fjall til að finna eina afskekkta kirkju, einhvers staðar fyrir utan Osló. Þegar þeir fundu hana um nóttina brenndu þeir hana og fylgdust svo með henni brenna til grunna upp á fjalli fyrir ofan hana. “Faust”, sem var mjög ungur á þessum tíma, lýsti þessu sem spennandi og áhrifaríkri reynslu fyrir sig sem satanista. “Faust”, sem var orðin vel þekktur fyrir að tromma með Emperor og einnig í hljómsveitinni Thorns, varð seinna alræmdari þegar framdi kaldrifjað morð í skógi vöxnum útjörðum Lillehammer, í Águst 1992. Hann gekk laus í heilt ár og eina viku áður en hann var ákærður fyrir glæpinn.

Um sama leyti neyddist Euronymous til að loka Helvete, og fór hann þá að einbeita sér meira að hljómsveitinni, og fékk loksins söngvarann Attila Csihar úr ungversku-thrash metal hljómsveitnni Tormentor til að syngja inn á fyrsta diskinn. Til að fullkomna næsta Mayhem line-up áður en að Mayhem fóru í stúdióið bætti hann einnig við öðrum gítarleikara, Snorre Ruch (sem kallaði sig Blackthorn og spilaði á gítar í black metal hljómsveitinni Thorns). Með þetta full-skipaða nýja line-up fóru Mayhem í Grieghallen Studios í Noregi, og tóku þar upp diskinn “De Mysteriis Dom Sathanas”, einn áhrifamesta black metal disk sögunnar, tekinn upp seinna árs 1992 til snemma árs 1993. De Mysteriis Dom Sathanas hefur aldrei verið toppaður af neinum eftir að hann kom út árið 1994, vegna þess að hann er einfaldlega of góður. Grieghallen Studios er upphaflega minningarsalur Edvard Grieg, sem var norskur folk tónlistarmaður, uppi snemma á 19.öldinni. Eftir að Mayhem tóku upp diskinn hermdu margar hljómsveitir eftir þeim, þar á meðal sumar að þeim þekktustu, eins og Emperor og Immortal. Að hlusta á De Mysteriis Dom Sathanas er það sama og að hlusta á “sánd dauðans”. Þeir tóku upp hvert einasta hlóðfæri í algjöru myrkri, og Atilla Csihar er sennilegast sá sem kemst næst því að ná röddinni hans Dead, en rödd hans ómar á disknum eins og hún sé ómennsk. Persónulega finnst mér From The Dark Past vera besta lagið á disknum, en öll lögin átta eru mjög góð og hafa öll sína sérkosti. Funeral Fog er opnarinn mikli, The Freezing Moon er besta stund disksins, Cursed In Eternity og Pagan Fears eru án efa bestu textar sem Dead samdi og samspilið í Life Eternal er með ólíkindum. From The Dark Past er sönnun þess að að hlusta á diskinn sé það sama og að hlusta á “sánd dauðans” og það sama gildir um Buried By Time & Dust á meðan seinasta lag diskinsins, titillagið – hljómar eins og djöfladýrkenda ritúal “caught on tape”, og endar diskinn fullkomlega.

Eftir að hljómsveitinn lauk upptökum á disknum snemma árs 1993 hætti Varg í hljómsveitinni vegna fjandskaparins sem var kominn á milli hans og Euronymous, en Varg var orðinn þreyttur á því hvað Euronymous fékk allmestu athyglina og líka vegna þess hvað hann gerði lítið til að promotera Burzum diskana, og þurfti Varg því að lána honum pening til að gefa út Aske MCD og Det Som En Gang Var plötuna, pening sem hann fékk aldrei borgað til baka. Egóið var líka farið að stíga honum alvarlega til höfuðs, meðan hann var algjörlega hættur að einbeita sér að Mayhem, en í staðinn var hann farinn að einbeita sér mest að Deathlike Silence Productions og eyddu öllum pening sem hann átti í að gefa út endalaust meira af plötum með nýjum hljómsveitum í staðinn fyrir að borga Varg. Þegar Euronymous endurútgaf svo loks Deathcrush plötuna út á diski sama ár, fékk Varg einfaldlega nóg ákvað að gera eitthvað í málinu. Varg var þegar búinn að heyra að Euronymous ætlaði að drepa hann, og Varg ákvað hann því að drepa hann og þar með losna endanlega við hann, en hann skipulagði glæpinn vandlega. Varg bjó í Bergen og frá Bergen er sjö klukkustunda akstur til Osló, þar sem Euronymous bjó. Hann fékk Blackthorn til að hjálpa sér, og lét hann leigja spólu sem Varg hafði þegar séð til að hafa fjarvistarsönnun, lagðist hann síðan undir teppi í bílnum sínum og lét Blackthorn aka sér alla nóttina til Osló og hringdi dyrabjöllunni hjá Euronymous og sagðist þurfa að ræða um útgáfumál Burzum aðeins nánar. Euronymous hleypti honum inn og eftir að Varg hafði rætt við hann aðeins frekar stakk Varg hann inn í íbúðinni hans. Hann hljóp fram á gang og öskraði á hjálp og barði jafnvel eins fast og hann gat á hurðir nágranna sína, en enginn svaraði. Varg elti hann og stakk hann allt að tuttugu sinnum, og flúði síðan af vettvangi og lét Blackthorn keyra sig svo aftur til Bergen. En Varg hafði stórlega klúðrað málunum, því að áður en að hann drap hann hafði hann skrifað undir nýjan plötusamning við Deathlike Silence Productions, og skilið eftir sig blóðug fingraför á pappírunum. Hann var handtekinn aðeins tveimur vikum síðar, þó aðallega vegna þess að Blackthorn brontaði bara einfaldlega niður stuttu eftir morðið, og Hellhammer heyrði það þegar hann hringdi í Varg eftir morðið. Í fyrstu grunuðu flestir sem tengdust Euronymous að einhverjir í sænsku black metal hljómsveitunum höfðu drepið hann, en einhver fjandskapur kom á milli hans og þeirra. Þrátt fyrir það komst þetta allt saman upp og Blackthorn og Varg voru handteknir. Í réttarhöldunum notaði lögfræðingur Blackthorns sönnunargögn geng honum og kom honum í 10 ára fangelsi meðan Varg var fundinn sekur og var settur í 21 ára fangelsi. Þrátt fyrir að hann situr enn í fangelsi hefur hann gert mikið fyrir senuna frá því að hann var fangelsaður, til dæmis gerði hann samning við Misanthropy Records til að gefa út Burzum, og hefur hún endurútgefið alla diskana frá og með 1995, og hefur einnig gefið út plötuna Hvis Lyset Tar Oss, sem var tekinn upp fyrir morðið, árið 1994, og Filosofem árið 1996, en Varg hafði einnig lokið upptökum á henni, en hún var mixuð og fullkláruð meðan hann var enn í fangelsi, svo að hann hefur aldrei heyrt plötuna í sínu lokaformi. Hann hefur einnig tekið upp tvær ambeint plötur í fangelsi og gefið þær út í gegnum Misanthropy undir Burzum nafinu, en þær eru Daudi Baldurs (1997) og Hlidskjalf (1999). Foreldrar Oystiens kröfuðst þess að bassaupptökur Vargs væru eyddar út áður en að De Mysteriis Dom Sathanas væri gefinn út. Hellhammer sagðist hafa gert það til þess að fá diskinn gefinn út, en eftir útgáfu disksins viðurkenndi hann að hafa aldrei gert það, þannig að þetta er hann sem er að spila á disknum, sama hvað aðrir segja. Voices Of Wonder fyrirtækið sem tók upp öll útgáfumál Deathlike Silence Productions eftir að Euronymous var drepinn, gaf út diskinn í samvinnu við Century Black fyrirtækið (sem varð síðar að stórfyrirtækinu Century Media) árið 1994. Eftir að Euronymous var drepinn leystist hljómsveitinn einfaldlega upp, og fór Hellhammer að tromma í öðrum hljómsveitum eins og Arcturus og The Kovenant, meðan Attila Csihar fór industrial black metal hljómsveitina Aborym.

Eftir morðið á Euronymous var black metal algjört trend og hljómsveitir eins og Dimmu Borgir og Borknagar urðu til upp úr því. Fólk sem vissi varla hvað black metal var gerðu senuna að algjöri tískubylgju um Skandinavíu og Þýskaland, og sjáiði bara hvernig þetta “víðsýna fólk” hefur algjörlega skemmt senuna. Sagt er að black metal senan hafi verið upp á sitt besta árin 1991-1996, en hún var í alvöru upp á sitt besta meðan Euronymous var enn á lífi. Einhvern daginn mun senan á endanum klofna, ef það hefur nú ekki bara þegar gerst. Jafnvel hljómsveitir sem höfðu náinn tengsl við Mayhem og Euronymous eru orðnar lélegar í dag, eins og til dæmis Emperor (sem eru betur fer hættir) og Enslaved (sem áttu víst að koma til Íslands í fyrra). Þessar hljómsveitir sem spruttu upp úr tískubylgjunni þurkuðu út öll einkenni alvöru black metals, og nú senan á hröðustu leið til helvítis (sjáiði bara til dæmis nýjasta diskinn með Cradle Of Filth, Damnation And A Day – eða Midian, eða Dimmu Borgir og verk þeirra eftir Stormblast).

Það var ekki fyrr en í Júni 1997 þegar hljómsveitinn var obinberlega endurstofnuð með nýju line-up sem innihélt þrjá gamla meðlimi og einn nýjan, sem Hellhammer komst í samband við. Þetta nýja line-up var Maniac (sem söng inn á Deathcrush – söngur), Necrobutcher (bassi), Hellhammer (trommur) og nýr gítarleikari, Rune Erikssen, sem kaus að kalla sig Blasphemer. Hann og Hellhammer höfðu verið í saman í hljómsveitinni Aura Noir áður en að Hellhammer fóru í Mayhem ’88, en Hellhammer valdi hann til að koma í staðinn fyrir Euronymous, og fannst hann koma best til greina. Hinir meðlimir Mayhem gáfu honum algjört frelsi þegar komið var að því að semja ný lög, og þannig fengu þeir þetta nýja sánd sem gerir þá öðruvísi en þeir voru í kringum 1990-1993. Þetta line-up spilaði sitt fyrsta show í Bischofswerda, Austur-Þýskalandi, nálægt landamærum Póllands í Ágúst 1997 og raunar það fyrsta show sem Mayhem hafa spilað síðan hið goðsagnakennda gig í Leipzig árið 1990. Þeir spiluðu tónleikana í gömlu herflugvéla skýli, fyrir framan heilan her af þýskum black metal aðdáeundum, sem breska metal blaðið Terrorizer (sem var á staðnum til að taka viðtal við hljómsveitina) lýsti sem : “quite a sight: an ocean of bulletbelts, spikes, chains and, rather worryingly, also knives”. Sama ár tók hljómsveitinn upp 7” sem hét Ancient Skin/Necrolust – sem innihélt eitt nýtt lag, Ancient Skin og óútgefna útgáfu af laginu Necrolust. Á sama tíma tók hljómsveitinn upp nýjan disk, sem hét Wolf’s Lair Abyss og kom út snemma árið 1998 í gegnum Misanthropy Records. Hljómsveitinn túraði síðar massíft í gegnum Evrópu og síðar Bandaríkin í fyrsta skipti sögu bandsins árið’98, og tók upp sína seinni live plötu, í Nóvember 1998, í Mílan, og gaf Misanthropy hana út árið 1999 undir nafinu Mediolanum Capta Est. Coverið framan á þeim disk sýnir mynd sem var tekinn eimitt á þeim tónleikum en hún er af Maniac þar sem hann er að skera sig með mjög stórum hníf meðfram síðuni alveg upp að bringu. Þegar hann var spurður í viðtali einu sinni af hverju hann gerði þetta á hverjum einastu tónleikum, sagði hann: “because it brings me closer to life. If I wouldn’t do it, if I wouldn’t feel all the pain I would have been dead for many years”.

Þetta Mayhem line-up hefur samt sem áður haldist óbreytt alveg fram til dagsins í dag, og árið 2000 gaf Mayhem út frekar flókna concept plötu Grand Declaration Of War, sem skildi þá frekar að frá black metal rótum þeirra - í gegnum franska plötufyrirtækið Season Of Mist, og sína þriðju live plötu – European Legions og sína fjórðu – U.S Legions, árið 2001 í gegnum sama fyrirtæki.