Saga Gorgoroth Ég er búin að vera að dunda mér við að gera þetta. Hef reynt að hafa þetta eins auðlæsilegt og hægt er, ef eitthvað er vitlaust endilega leiðréttið mig.



Fyrir rúmum áratug var ný stefna í metal tekin að þróast, kallast þessi stefna Black metal í dag.

Það var á þeim tíma sem Darkthrone, Immortal, Mayhem og Burzum sendu frá sér sínar fyrstu plötur og bjuggu til nýja stefnu í metal, innblásnar af goðsagnakenndum hljómsveitum svosem Venom, Celtic Frost og Bathory.

Á sama tíma var hrátt og um leið einstakt band stofnað undir nafninu Gorgoroth, sem er staður í Mordor í sögum Tolkiens um hringinn eina. Nafnið Gorgoroth gefur einfaldlega til kynna algjörlega myrkan og óhelgan stað mikils leiða. Hljómsveitin hefur aldrei farið neinn annan veg en þann sem þeir hafa ætlað sér síðan þeir stofnuðu bandið árið ’92.

Árið 1992 stofnaði Infernus bandið ásamt Hat sem þandi raddböndin og Goat sem lamdi trommurnar. Infernus hefur ávallt verið undirstaða bandsins þó margir hafi komið og farið. Á milli ’92 og ’93 gerðist harla lítið. Kjettar kom í bandið sem session bassaleikari og þeir gáfu út demóplötuna A sorcery written in blood sem inniheldur þrjú lög, Gathered at Blåkulla, Sexual Bloodgargling og (under) the pagan Megalith.

Árið ’94 gáfu þeir út plötuna Pentagram sem varð fljótt ein af helstu plötum vaxandi black metal stefnunnar í Noregi. Hún inniheldur lögin Begravelsesnatt, Chrushing the scepter (Regaining a lost dominion), Ritual, Drømmer om død, Katharinas Bortgang, Huldrelokk, (under) the pagan Megalith og Måneskyggens slave. Platan sem fylgdi í kjölfarið, Antichrist varð jafnvel enn vinsælli og var Frost (Satyricon) á trommum á þeim disk. Á honum eru lögin En Stram Lukt av Kristens blod, Bergtrollets Hevn, Gorgoroth, Possessed (by Satan), Heavens fall og Sorg. Platan gerði Gorgoroth góð skil og leiddi til fyrstu live tónleika þeirra í Noregi og Englandi (ásamt Cradle of Filth) og loks til þeirra fyrsta túr árið 1996 ásamt Dissection og Satyricon.

Árið ’96 kom Grim inn sem trommuleikari og Ares kom sem bassaleikari. Þá gáfu þeir út plötuna The last Tormentor sem inniheldur lögin Revelation of Doom og Ritual auk þess sem á honum eru live lög sem voru tekin upp í Bergen, Noregi, 23 maí 1996. Eftir þetta fengu þeir svo Tormentor á gítar.

Árið ’97, og með nýjan trommara í sínum röðum, tóku Gorgoroth upp plötuna Under the sign of Hell en á þeim disk eru lögin Revelation of Doom, Krig, Funeral Procession, Profetens Åpenbaring, Postludium, Ødeleggelse og undergang, Blood Stains the Circle, The rite of infernal Invocation og The Devil is calling. Síðar undirbjuggu þeir sinn fyrsta túr um Evrópu. Nuclear Blast voru upphrifnir og vildu fá bandið til sín. Árið 1998 hafði Gorgoroth fengið samning hjá Nuclear Blast. Og um leið fengu þeir til sín nýjan söngvara, Gaahl.
Þrátt fyrir að vera mjög kurteis og mjúkmáll á Gaahl langan lista af handtökum fyrir ofbeldi sem myndi fá Gangsta Rappara til að roðna. Hann segir þó sjálfur að það þurfi einungis að grípa til ofbeldis þegar fólk fer inn á hans persónulega svæði, og kenna þurfi fólki sem geri það að gera það ekki aftur.

Fyrsta útkoma samvinnu Gorgoroth og Nuclear Blast var platan Destroy, en grimm og ágeng rödd Gaahls leiddi þá á nýtt stig. Túr ásamt Cradle of Filth fylgdi í kjölfarið og fullt af hátíðum og tónleikum.

Árið ’99 fengu þeir bæði nýjan bassaleikara, King ov Hell, eða King eins og hann er oftar kallaður, og nýjan trommuleikara, Sjt. Erichsen.

Árið ’00 tóku þeir svo upp diskinn Incipit Satan, og sýnir hann hversu vel Gorgoroth hafa haldið sínum velli. Lögin eru áreiðanlegri og textarnir mikið þroskaðari en þau halda þó enn sínum hráa stíl. Lögin á disknum eru Incipit Satan, A World to win, Litani til Satan, Unchain my heart!!!, An Excerpt of X, Ein Eim av Blod og Helvetesild, Will to Power og When love rages wild in my heart. Eftir aðeins eitt ár hætti Sjt. Erichsen, í stað hans fengu þeir Kvitrafn til að lemja húðirnar.

Það liðu önnur þrjú ár þangað til platan sem fylgdi í kjölfar Incipit Satan kom út. Heitir hún Twilight of the Idols. Tormentor yfirgaf þá en þeir fengu þá Apollyon sem Live gítarleikara til að vera áfram fjórir á tónleikum og í túrum.

Árið ’03 gáfu þeir svo út sína sjöttu plötu, Twilight of the Idols, sem sýnir Gorgoroth frá nokkrum hliðum og er hún útkoma þeirra myrkasta kafla á ferlinum. Þeir undirstrika með þessari plötu stöðu sína í norskum Black Metal og sýna að þeir eiga heima í Black Metalnum. Platan er óhelg útkoma svartrar, dulrænnar og satanískrar spilunar sem Gorgoroth eru þekktir fyrir. Þeir hafa alltaf verið sannir sjálfum sér og öðrum, langt því frá að verða “sell-outs”

Twilight of the Idols verðskuldar stimpilinn “Sannur norskur black metall”!

Árið ’04 endaði samningur þeirra við Nuclear Blast og Kvitrafn hætti. Gaahl fór fyrir rétt vegna kæru á hendur sér, að hafa “framkvæmt Satanískar athafnir og pyntingar í nokkrar klukkustundir” á 41 árs manni. Maðurinn kom óboðinn í eftir-Partý heim til Gaahls. Sagt er að Gaahl hafi lamið hann, hótað að fórna honum og látið hann fá bolla til að setja blóð sitt í svo Gaahl gæti drukkið það. Gaahl sjálfur segir að maðurinn hafi ráðist á hann fyrst og Gaahl hafi aðeins látið hann fá bollann svo “hann myndi ekki útbýja allt húsið mitt”. Hann vill þó ekki tala um atvikið frá sinni hlið í smáatriðum þar sem hann er hræddur um að það hafi áhrif á dóminn.

Árið ’05 fengu Infernus og félagi hans þriggja ára dóm í fangelsi fyrir nauðgun. Báðir áfrýjuðu dómnum. Gorgoroth varð að seinka komu sjöundu plötu þeirra, Ad Majorem Sathanas Gloriam, sem átti að koma út ’05, vegna skipulags Grieghallen Studios. Þeir munu í staðinn taka plötuna upp í Lydriket Studios og munu þeir byrja 14 Janúar.