Pantera í stuttu máli. Eigið ánægjulegan lestur.

Ég vil byrja á að telja upp plötur Pantera og hvenær þær eru gefnar út. En þær eru:


Cowboys From Hell: 3 júlí 1990

Vulgar Display Of Power: 10 febrúar 1992

Far Beyond Driven: 7 mars 1994

The Great Southern Trendkill: 22 apríl 1996

Live 101 Proof: 14 júlí 1997

Reinventing The Steel: 7 mars 2000

Greatest Hits: Kom út á árinu 2003

Pantera voru þeir:

Philip Hansen Anselmo, söngur. Fæddur 30 jún. 1968
Darrell Lance Abbott, gítar. Fæddur 20 ágúst 1966, látinn 8 des 2004
Rex Robert Brown,bassi. Fæddur 27 júl. 1964
Vincent Paul Abbott, trommur. Fæddur 11 mars 1964

Pantera komust á spjöld Metal sögunnar með plötunni Cowboys From Hell sem er hreint meistarastykki. Sú plata inniheldur þar á meðal slagarana : Cowboys From Hell, Primal Concrete Sledge, Domination, Cemetary Gates og fl.
Pantera voru búnir að fá nóg af “Old rock and roll” þannig þeir ákváðu að gera eitthvað ferskara og þyngra og þeim tókst það svo sannarlega, enda ekkert annað en bara snillingar.

Þá er komið að Vulgar Display Of Power sem er ekki síður betri en sú fyrsta. Þarna voru þeir að verða ennþá frægari og voru gagnrýnendur slegnir að svona Metal bandi gengi svona furðu vel. Ennþá héldu þeir áfram að semja eitthvað ferskt og töff sem var bara snilld. Þessi plata inniheldur geðveika texta og geðveik lög þar á meðal: Mouth For War, Walk, Fucking Hostile, This Love og fleiri. Ég mæli með Live In A Hole, nr. 8.

Far Beyond Driven var nú ekki síður þyngri. Uppáhalds platan mín þessa dagana. Með þessari plötu komust þeir í efsta sæti á Billboard Charts listanum. Þessi plata færði okkur Metalbyltingu á hæsta stigi allra tíma. Strength Beyond Strength, Becoming, 5 Minutes Alone og Good Friends And A Bottle Of Pills eru án efa lang bestu lögin á þessum disk. Og mæli ég sérstaklega með Good Friends And A Bottle Of Pills sem er hrein snilld.

Þá rjúkum við að The Great Southern Trendkill sem Philip Anselmo sagði að væri “ Fucking Heavy!” sem er ekkert nema bara sannleikurinn. Þarna voru þeir að sanna fyrir heiminum að þeir eru og verða alltaf bestir. The Great Southern Trendkill, War Nerve, Sandblasted Skin eru topp lög á þessari plötu og mæli ég eindregið með henni.

1997 kemur út platan Live 101 Proof sem markaði tímamót hjá þessari hljómsveit. Ekki er mikið hægt að segja um þessa plötu nema hún innihélt tvö ný lög, Where You Came From og I Can't Hide.

Reinventing The Steel er meistarastykki og er aðeins öðruvísi en hinar. Að mínu mati er hún aðeins hrárri en hinar en samt geðveik.


Eins og ég segi þá verða þessi drengir alltaf snillingar.
Dimebag Darrell gítarleikari Pantera lést nýlega og blessuð sé hans minning. Hann mun lifa í okkar hjörtum ævilangt.

Ég vil þakka fyrir mig og endilega látið mig vita ef þið viljið fleiri greinar frá mér.
KayJohson