Gömul uppskrift sem ég fann hjá mömmu.

70 gr rifinn ostur
180 gr hveiti
4 tsk lyftiduft
salt
pipar
60 gr haframjöl
60 gr smjörlíki
1 egg
3-4 msk mjólk

Hveitinu, haframjölinu, salti, pipar og lyftidufti er blandað saman. Smjörlíkið er mulið út í og osturinn er hrærður saman við. Síðan er vætt í með egginu & mjólkinni. Því næst er deigið hnoðað og flatt út, það er mótað í litlar kökur sem bakaðar eru við góðan hita.

Kveðja,
Tigerlily