Allavega þetta er samloka sem ég geri mér mjög oft og hún er mjög einföld!

Hún inniheldur:
2 Brauðsneiðar
Ost (eins og maður vill)
Kjúklingaálegg (-||-)
Steikt bacon
Kál (eftir smekk)
Kokteilsósu
og mér finnst gott að hafa smá af uppáhalds kryddinu mínu… Aromati! ^^

Aðferð:
Fyrst er byrjað að steikja beikonið, ég nota oftast bara heilsugrillið og stilli á 8 mín, ef það er ekki möguleiki er bara að steikja það á pönnu, því næst eru teknar brauðsneiðarnar og settur ostur, því næst kjúklinga áleggið, síðan beikonið þegar það er steikt smá slurk af koteilsósu, meiri ost og síðan brauðsneiðin sett ofan á allt. Þetta var örlítið of löng “setning”.

Anyways, því næst er að grilla samlokuna sjálfa, again ég nota heilsugrillið og stilli á 4 mín.

Voila! Eða hvernig sem það er skrifað, berist fram með köldum drykk ég hef oftast ananas djús, þó ég hati ananas…. O.o

Bætt við 27. júlí 2007 - 01:08
Ps. Varist bráðin ost! O.O
Very disgruntled.