Sæl öllsömul, þetta er drykkur sem ég þarf að gera í lokaprófinu mínu bráðlega og er einn af mínum uppáhalds. Hann er ljósbleikur og virkilega góður.

Fyrst skulum við byrja á Mise-en-place(dótið sem þarf): Burgundy eða bordeaux glas og hristari.

Setja 5 ísmola í hristara og hella svo 5cl af Bacardi Rommi(ljósu). Svo er sett 5cl af Mangaroca sem er kókóshnetu líkkjör. Næst er það 5cl af Grenadine til að gera drykkin bleikan. Í endan er hellt ananassafa upp í topp og svo er einfaldlega hrist vel og hellt í glasið. Svo er mjög sniðugt að skreyta með regnhlíf, banana eða jarðaberi. Jafnvel Kiwi.