Í gær eldaði ég einn þann allra besta pastarétt sem ég hef smakkað um ævina þó ég segji sjálfur frá. Þar sem ég mældi ekki hvað fór í pastasósuna þá kem ég bara með ingrídíensið.

Ferskt pasta (soðið í miklu vatni með olíu og salti)

Sósa: Beikon, beikonostur, fetaostur, graslaukur, niðursoðnir tómatar, hvítlaukur, rjómi, svartur pipar, fersk basilika, fersk steinselja, ólífuolía

Steikið beikonið í djúpri pönnu, takið af og hellið slatta af ólífuolíu á pönnuna, setjið hvítlaukinn í olíuna í smá stund, hellið tómötunum og beikoninu útí og síðan ostinum, kryddinu og rjómanum látið malla við lágan hita góða stund.

Blandið svo saman við pastað

Berist fram með góðu brauði og fersku salati
Gberg